Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Gagnagíslataka og ábyrgð stjórnenda

25. nóvember, 2021 Lára Herborg Ólafsdóttir

Lára Herborg Ólafsdóttir eigandi og lögmaður á LEX fjallar um gagnagíslatöku og ábyrgð stjórnenda í grein í Viðskiptamogganum þann 3. nóvember sl. Í núverandi viðskiptaumhverfi, þar sem öryggisógnum fer fjölgandi, verður að telja eðlilegt að stjórnendur fyrirtækja geri markvissar ráðstafanir til að tryggja öryggi þeirra upplýsinga sem félagið hefur undir höndum. Hafi engar slíkar ráðstafanir verðir gerðar af hálfu stjórnar má leiða að því líkur að stjórnarmenn geti eftir atvikum borið ábyrgð á tjóni af völdum netárása.

Aftur í fréttasafn