Auðlindir, orka og umhverfi
LEX hefur á að skipa einu reyndasta teymi landsins á sviði auðlindaréttar, orkuréttar og umhverfisréttar. Réttarsvið þetta hefur á síðast liðnum árum skipað sífellt stærri og mikilvægari sess.
Auðlindir, orka og umhverfi
LEX hefur á að skipa einu reyndasta teymi landsins á sviði auðlindaréttar, orkuréttar og umhverfisréttar. Réttarsvið þetta hefur á síðast liðnum árum skipað sífellt stærri og mikilvægari sess á tímum þar sem sjálfbær nýting landsins og auðlinda þess er orðið grundvallarstef í kröfum samtímans.
LEX veitir alhliða ráðgjöf á þessum sviðum, t.d. í tengslum við ýmsar áskoranir sem landeigendur, opinberir aðilar, fyrirtæki og ýmsir hagaðilar þurfa að fást við í tengslum við grundvallarþætti í atvinnulífinu eins og aukið vægi ferðaþjónustu og umskipti á sviði orkumála. Þátttaka Íslands í hinum sameiginlega markaði Evrópska efnahagssvæðisins hefur sett varanlegan svip á setningu laga og framkvæmd þeirra á þessum réttarsviðum.
Loftslagsbreytingar hafa í för með sér nýjar áskoranir en metnaðarfull markmið Íslands til að draga úr losun munu hafa í för með sér ný verkefni, bæði fyrir hið opinbera og atvinnulífið. Þá munu markmið og aðgerðir ESB hafa áhrif hér á landi, ekki síst fjölmargar aðgerðir ESB í tengslum við „Fit for 55“ aðgerðapakkann. Aðgerðirnar geta líka haft í för með sér ýmis tækifæri. Má nefna að fjármagn hefur aukist til verkefna sem fela í sér mótvægisaðgerðir í loftslagsmálum, aðlögun að loftslagsbreytingum og orkuskipta fyrir fyrirtæki í þessum geira, t.d. með útgáfu grænna skuldabréfa eða með grænum lánveitingum.
Með sérhæfðu teymi sérfræðinga tryggir LEX viðskiptavinum sínum þjónustu á sviði auðlindaréttar, orkuréttar og umhverfisréttar í hæsta gæðaflokki. Lögmenn LEX hafa auk annars umfangsmikla reynslu af málflutningi á þessu réttarsviði.
Verkefni auðlinda, orku og umhverfisréttarsviðs LEX hafa m.a. lotið að:
- Jarðhita-, vatns- og námuréttindum
- Ráðgjöf til sveitarstjóra og landeigenda vegna nýtingar lands í þágu ferðaþjónustu
- Leyfisveitingum vegna ýmis konar auðlindanýtingar og tengdrar starfsemi
- Mati á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana
- Raforkumálum og lagningu flutningskerfis raforku
- Eignarnámsmálum
- Úrgangsmálum
Dæmi um viðskiptavini:
- Sveitarfélög
- Orkufyrirtæki
- Landeigendur
- Ferðaþjónustuaðilar
- Fjárfestar
- Bankar og fjármálastofnanir
Með sérþekkingu á þessu sviði.
-
Eva Margrét Ævarsdóttir
Lögmaður - Eigandi
-
Eyvindur Sólnes
Lögmaður, MBA - Eigandi
-
Guðjón Ármannsson
Lögmaður - Eigandi
-
Óskar Sigurðsson
Lögmaður - Eigandi
Starfssvið
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Starfssvið
- Málflutningur og gerðarmeðferð
- Persónuvernd og upplýsingatækni
- Samkeppnisréttur
- Sjálfbærni / ESG (Environment, Social, Governance)
- Skaðabætur og vátryggingar
- Skattamál
- Stjórnskipunarréttur og mannréttindi
- Stjórnsýsla, opinberir aðilar og skipulagsmál
- Verktakar, útboðsmál og opinber innkaup
- Vinnuréttar- og starfsmannamál
- Yfirtökur og samrunar (M&A)