Fjármögnun fyrirtækja og verkefna
Á LEX starfar fjöldi sérfræðinga sem komið hafa að mörgum stærstu og flóknustu fjármögnunarverkefnum sem unnin hafa verið á Íslandi á undanförnum árum.
Fjármögnun fyrirtækja og verkefna
Á LEX starfar fjöldi sérfræðinga sem komið hafa að mörgum stærstu og flóknustu fjármögnunarverkefnum sem unnin hafa verið á Íslandi á undanförnum árum. Reynsla LEX byggir á vinnu við fjármögnunarverkefni af nánast öllum mögulegum tegundum, svo sem hlutafjáraukningum, verkefnafjármögnun, skuldabréfafjármögnun á skipulegum verðbréfamarkaði svo eitthvað sé nefnt auk hefðbundinnar lánsfjármögnunar hvort sem er fyrir lántaka eða lánveitanda.
LEX hefur jafnframt annast gerð útboðs- og skráningarlýsinga við skráningu félaga á skipulega verðbréfamarkaði. Þá hafa sérfræðingar LEX mikla reynslu af vinnu við fjármögnun tengda kaupum og sölum á fyrirtækjum.
Meðal verkefna sem LEX hefur komið að er fjármögnun íslensku bankanna og stærstu fyrirtækja landsins. LEX hefur einnig unnið að samningum um uppbyggingu og fjármögnun stóriðjuverkefna og á markaði heild- og smásölu.
Sjálfbærni fjármögnun, hefur fengið aukna athygli og hefur áhrif á flesta atvinnugeira. Græn skuldabréf er fyrsta slíka fjármögnunin á markaði hérlendis. Fleiri tegundir sjálfbærrar fjármögnunar hafa verið í þróun og má búast við að hún eigi eftir að aukast hratt á næstu árum. Fjárfestar hafa einnig farið að beina augunum mjög að áhrifum fjárfestinga á samfélag og umhverfi. Innleiðing nýrra reglna ESB mun kalla á nýja upplýsingagjöf fjárfesta og fyrirtækja. Reglurnar, sem munu verða innleiddar hér á landi hafa að markmiði að innleiða sjálfbærni í ákvarðanatöku um fjárfestingar, minnka upplýsingaóreiðu um áhrif fjárfestinga og beina fjárfestingum í farveg verkefna sem hafa aukna sjálfbærni að markmiði. Lögmenn LEX geta aðstoðað viðskiptavini sína við að nýta sér möguleika tengdri sjálfbærri fjármögnun.
Helstu verkefni
- Alhliða ráðgjöf við fjármögnun fyrirtækja og verkefna
- Gerð samninga og skilmála
- Gerð lána- og veðskjala, sem og annarra fjármögnunarsamninga
- Málarekstur fyrir dómstólum
- Álitsgerðir og minnisblöð
- Fræðsla um lög og reglur á réttarsviðinu
Dæmi um viðskiptavini
- Arion banki hf.
- Íslandsbanki hf.
- Landsbankinn hf.
- PCC BakkiSilicon hf.
- Costco Wholesale Iceland ehf.
Með sérþekkingu á þessu sviði.
-
Eva Margrét Ævarsdóttir
Lögmaður - Eigandi
-
Eyvindur Sólnes
Lögmaður, MBA - Eigandi
-
Fanney Frímannsdóttir
Lögmaður - Eigandi
-
Guðmundur Ingvi Sigurðsson
Lögmaður, LL.M. - Eigandi
-
Helgi Þór Þorsteinsson
Lögmaður, LL.M. - Ráðgjafi
-
Ólafur Haraldsson
Lögmaður - Eigandi
-
Stefán Orri Ólafsson
Lögmaður - Eigandi
-
Örn Gunnarsson
Lögmaður - Framkvæmdastjóri
Fréttir
Starfssvið
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Starfssvið
- Málflutningur og gerðarmeðferð
- Persónuvernd og upplýsingatækni
- Samkeppnisréttur
- Sjálfbærni / ESG (Environment, Social, Governance)
- Skaðabætur og vátryggingar
- Skattamál
- Stjórnskipunarréttur og mannréttindi
- Stjórnsýsla, opinberir aðilar og skipulagsmál
- Verktakar, útboðsmál og opinber innkaup
- Vinnuréttar- og starfsmannamál
- Yfirtökur og samrunar (M&A)