Bankar og fjármagnsmarkaðir
LEX hefur á að skipa einu reyndasta teymi landsins á sviði banka og fjármagnsmarkaða og hefur markað sér stöðu sem leiðandi ráðgjafi til aðila á fjármálamarkaði.
Bankar og fjármagnsmarkaðir
LEX hefur á að skipa einu reyndasta teymi landsins á sviði banka og fjármagnsmarkaða og hefur markað sér stöðu sem leiðandi ráðgjafi til aðila á fjármálamarkaði. Hjá LEX starfa lögmenn sem hafa víðtæka reynslu af störfum sem innanhússlögmenn hjá bönkum, öðrum fjármálafyrirtækjum, Fjármálaeftirlitinu og sem hafa sinnt fjármálafyrirtækjum sem lögmenn um áratuga skeið.
Lögmenn LEX veita ráðgjöf um hvaðeina sem snýr að rekstri banka og annarra fjármálafyrirtækja, sem og samskiptum þeirra við Fjármálaeftirlitið eða önnur stjórnvöld. LEX annast jafnframt samningaviðræður og skjalagerð í tengslum við lánveitingar og hefur komið að mörgum af stærri verkefnum síðastliðinna ára. LEX sinnir reglulega þjónustu við flest af stærstu fjármálafyrirtækjum landsins og hefur einnig veitt erlendum fjármálafyrirtækjum ráðgjöf á þessu sviði.
Lögmenn LEX hafa sérþekkingu á því flókna regluverki sem gildir um fjármálagerninga sem skráðir eru á skipulegan verðbréfamarkað eða markaðstorg fjármálagerninga. Í því sambandi hefur LEX veitt útgefendum skráðra fjármálagerninga ráðgjöf varðandi regluvörslu, innri reglur, upplýsingaskyldu, gerð skráningarlýsinga og séð um samskipti við eftirlitsaðila á fjármagnsmarkaði, svo sem Fjármálaeftirlitið og Nasdaq Iceland.
Fjármála- og fjármagnsmarkaðir hafa gengið í gegnum töluverðar breytingar á regluverki. Ráðgjafar LEX hafa verið stjórnendum og starfsmönnum þessara fyrirtækja innan handar við að greiða úr mörgum þeim álitaefnum sem upp hafa komið af þessum sökum. Viðamiklar lagabreytingar í tengslum við Græna evrópska sáttmála ESB (e. „The European Green deal“) munu hafa umtalsverð áhrif á fjármála- og fjármagnsmarkaði. Nýjar vörur tengdar sjálfbærni fjármögnun eru að færast í vöxt og nýjar kröfur til aðila á markaði til að bregðast við sjálfbærni eða ESG áhættum líta dagsins ljós. Ráðgjafar LEX veita viðskiptavinum sínum ráðgjöf til að undirbúa sig fyrir þessar breytingar og nýta tækifæri samhliða þeim.
Helstu verkefni
- Alhliða ráðgjöf á sviði banka og fjármagnsmarkaða
- Hagsmunagæsla gagnvart Fjármálaeftirlitinu og Nasdaq Iceland vegna fyrirspurna og rannsókna
- Gerð staðlaðra samninga og skilmála
- Gerð lána- og veðskjala, sem og annarra fjármögnunarsamninga
- Regluvarsla
- Málarekstur fyrir dómstólum
- Álitsgerðir á sviði banka og fjármagnsmarkaða
- Fræðsla um lög og reglur á réttarsviðinu
Dæmi um viðskiptavini
- Arion banki hf.
- Íslandsbanki hf.
- Kvika banki hf.
- Landsbankinn hf.
- Íslandssjóðir hf.
- Fossar markaðir hf.
- Össur hf.
- Sjóvá hf.
- Vátryggingafélag Íslands hf.
Með sérþekkingu á þessu sviði.
-
Eva Margrét Ævarsdóttir
Lögmaður - Eigandi
-
Fanney Frímannsdóttir
Lögmaður - Eigandi
-
Guðmundur Ingvi Sigurðsson
Lögmaður, LL.M. - Eigandi
-
Helgi Þór Þorsteinsson
Lögmaður, LL.M. - Ráðgjafi
-
Ólafur Haraldsson
Lögmaður - Eigandi
-
Stefán Orri Ólafsson
Lögmaður - Eigandi
Fréttir
Starfssvið
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Starfssvið
- Málflutningur og gerðarmeðferð
- Persónuvernd og upplýsingatækni
- Samkeppnisréttur
- Sjálfbærni / ESG (Environment, Social, Governance)
- Skaðabætur og vátryggingar
- Skattamál
- Stjórnskipunarréttur og mannréttindi
- Stjórnsýsla, opinberir aðilar og skipulagsmál
- Verktakar, útboðsmál og opinber innkaup
- Vinnuréttar- og starfsmannamál
- Yfirtökur og samrunar (M&A)