Verktakar, útboðsmál og opinber innkaup

LEX hefur um langt skeið unnið með helstu verkfræðistofum landsins og opinberum aðilum að stórverkum sem tengjast verktaka- og útboðsrétti.

Verktakar, útboðsmál og opinber innkaup

LEX hefur um langt skeið unnið með helstu verkfræðistofum landsins og opinberum aðilum að stórverkum sem tengjast verktaka- og útboðsrétti. Ráðgjöfin getur komið til á hvaða stigi máls sem er, t.d. við undirbúning að gerð útboðsgagna, við gerð verksamninga og við úrlausn ágreiningsmála, hvort sem er með samningaviðræðum eða fyrir dómi.

LEX hefur víðtæka reynslu í ráðgjöf vegna ágreiningsmála sem upp kunna að koma bæði í tengslum við framkvæmd verksamninga eða við framkvæmd opinberra útboða, bæði fyrir dómstólum og kærunefnd útboðsmála. Lögmenn stofunnar hafa rekið mál fyrir fyrirtæki sem telja að brotið hafi verið á rétti sínum í tengslum við opinber innkaup og við framkvæmd verksamninga. Þá hafa þeir tekið til varna fyrir opinbera aðila í sambærilegum málum.

Sérfræðingar LEX á sviði gerðardóma vinna náið með sérfræðingum félagsins á sviði verktaka- og útboðsréttar í því skyni að tryggja hagfellda úrlausn þeirra ágreiningsmála sem upp kunna að koma.

Helstu verkefni

  • Rekstur ágreiningsmála fyrir kærunefnd útboðsmála og dómstólum vegna mögulegra brota á reglum um opinber innkaup
  • Ráðgjöf við gerð útboðsgagna
  • Aðstoð við gerð verksamninga
  • Álitsgerðir fyrir fyrirtæki um réttarstöðu þeirra gagnvart opinberum aðilum eða samningsaðilum í tilviki verksamninga

Dæmi um viðskiptavini

  • Nýr Landspítali ohf.
  • Íbúðalánasjóður
  • Íslandsstofa
  • EFLA hf.
  • Ýmis sveitarfélög

Með sérþekkingu á þessu sviði.

Fréttir