Stjórnsýsla, opinberir aðilar og skipulagsmál

LEX hefur frá upphafi veitt þjónustu á sviði stjórnsýsluréttar, bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem og stjórnvöldum sjálfum. Verkefnum á þessu sviði fer hratt fjölgandi enda verður regluverk stjórnsýsluréttarins sífellt viðameira og einstaklingar og lögaðilar meðvitaðri um rétt sinn.

Stjórnsýsla, opinberir aðilar og skipulagsmál

LEX hefur frá upphafi veitt þjónustu á sviði stjórnsýsluréttar, bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem og stjórnvöldum sjálfum. Verkefnum á þessu sviði fer hratt fjölgandi enda verður regluverk stjórnsýsluréttarins sífellt viðameira og einstaklingar og lögaðilar meðvitaðri um rétt sinn.

Á sviðinu er að finna sérþekkingu á öllu regluverki stjórnsýsluréttarins, hvort sem um er að ræða ráðgjöf eða rekstur ágreiningsmála fyrir stjórnvöldum og/eða dómstólum. Enn fremur hefur stofan margsinnis gætt hagsmuna einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga og opinberra aðila fyrir dómstólum og umboðsmanni Alþingis.

Loks liðsinnir stofan stjórnvöldum sjálfum við meðferð stjórnsýslumála og veitir þeim leiðbeiningar og ráðgjöf við töku stjórnvaldsákvarðana og annarra stjórnvaldsathafna, svo sem samningu reglna og reglugerða.

Helstu verkefni

  • Rekstur dómsmála fyrir einstaklinga og fyrirtæki vegna mögulegra brota á stjórnsýslulögum og almennum reglum stjórnsýsluréttarins
  • Hagsmunagæsla fyrir sveitarfélög og aðra opinbera aðila fyrir dómi
  • Aðstoð við opinbera aðila við samningu reglna eða reglugerða
  • Álitsgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki um réttarstöðu þeirra gagnvart opinberum aðilum
  • Álitsgerðir fyrir opinbera aðila um úrlausnir tiltekinna mála

Dæmi um viðskiptavini

  • Vatnajökulsþjóðgarður
  • Íslenska ríkið og einstök ráðuneyti
  • Kópavogsbær

Með sérþekkingu á þessu sviði.

Fréttir