Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Vörumerkjavöktun
20. júní, 2012Viðskiptavinir LEX eru margir mjög meðvitaðir um mikilvægi þess að tryggja að vörumerki þeirra og önnur auðkenni séu vel vernduð og varin. LEX sinnir skráningu vörumerkja fyrir fjölmarga viðskiptavini sína, bæði hérlendis og erlendis, og veitir alhliða þjónustu er varðar vörumerkjasöfn þeirra.
Á meðal þeirrar þjónustu sem LEX býður upp á í tengslum við þetta er sérstök vörumerkjavöktun en með henni er fylgst með skráningum vörumerkja um allan heim. Í vöktuninni felst að í hvert skipti sem sótt er um skráningu á vörumerki sem gæti talist valda ruglingshættu við það merki sem vaktað er, þá fást upplýsingar um þá umsókn ásamt upplýsingum um andmælafresti og annað sem þarf til að bregðast við slíkum umsóknum. LEX tekur á móti slíkum upplýsingum fyrir hönd viðskiptavina sinna og aðstoðar þá við að greina þörfina á því að bregðast við. Í þeim tilfellum þar sem ástæða telst til aðgerða, veitir LEX viðskiptavinum sínum aðstoð og ráðgjöf við þá framkvæmd.
Sífellt fleiri viðskiptavinir LEX eru farnir að nýta sér þessa þjónustu og hvetjum við þá aðila sem hagsmuni gætu haft af slíkri vörumerkjavöktun að leita nánari upplýsinga hjá okkur um þessi mál. Er þetta einkum mikilvægt fyrir þá aðila sem með einhverjum hætti markaðssetja og selja vörur sínar og þjónustu erlendis, eða til erlendra aðila. Fyrirspurnum um þessi mál má beina til Ragnheiðar M. Ólafsdóttur, hrl. (ragnheidur@lex.is), Huldu Árnadóttur, hdl. (hulda@lex.is) eða á netfangið iplaw@lex.is.
Aftur í fréttasafn