Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Verðmæti vörumerkja – Leiðtogafundur
31. janúar, 2022Fimmtudaginn 3. febrúar næstkomandi mun María Kristjánsdóttir lögmaður á LEX, taka þátt í leiðtogafundi um verðmæti vörumerkja. Fundurinn er haldinn sameiginlega af brandr og Hugverkastofunni.
Fundurinn er öllum opinn og hægt er að nálgast upptöku eftir á.
Skráðu þig hér til þess að horfa í beinni eða nálgast upptöku, svo þú getir horft þegar þér hentar:
Stór tækifæri eru í verðmætasköpun með faglegri uppbyggingu vörumerkja. Samþætt stjórnun vörumerkja þvert á starfsemina skiptir lykilmáli í uppbyggingu þeirra verðmæta sem felast í ímynd, orðspori og viðskiptavild fyrirtækja. Verndun vörumerkja er þar oft gleymdur, en mikilvægur, þáttur sem er grundvöllur verðmætasköpunar.
Aftur í fréttasafn