Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Veiki hlekkur bálkakeðjunnar
3. júní, 2020Lára Herborg Ólafsdóttir, eigandi á LEX skrifaði grein í Morgunblaðið í dag um bálkakeðjutækni og persónuvernd.
Persónuverndarreglugerðin sem innleidd var í íslenskan rétt með lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, var meðal annars lögfest til þess að bregðast við framförum í tækni og var sett sett með það í huga að vera „tæknilega hlutlaus“. Þrátt fyrir framangreint markmið hefur ákveðin togstreita skapast við framfylgd reglnanna þegar bálkakeðjutækni (e. blockchain technology) er annars vegar.
Í greininni fjallar Lára Herborg um bálkakeðjutækni og hvers vegna reynst hefur erfitt að samrýma notkun bálkakeðja við gildandi persónuverndarlöggjöf.
Aftur í fréttasafn