LEX Lögmannsstofa
Sími - 590 2600
Málflutningur fyrir dómstólum landsins hefur ávallt skipað veigamikinn sess í starfsemi LEX enda hefur lögmönnum LEX verið falið að flytja mörg af vandasömustu dómsmálum landsins undanfarna áratugi. Erlend matsfyrirtæki hafa ítrekað valið LEX sem eina af leiðandi lögmannsstofum landsins. Erlent tengslanet LEX á sér fáa líka á landinu og getur LEX með skömmum fyrirvara útvegað viðskiptavinum sínum sérhæfða lögmenn í hvaða heimshluta sem er.
Skipulag og stjórn
LEX lögmannsstofa er í eigu 18 eigenda. Stjórn félagsins skipa lögmennirnir Kristín Edwald – stjórnarformaður, Stefán Orri Ólafsson, Lára Herborg Ólafsdóttir, LL.M, Garðar Víðir Gunnarsson, LL.M., og Óskar Sigurðsson. Framkvæmdastjóri félagsins er Örn Gunnarsson, MBA.
Alþjóðlegt samstarf
World Services Group (WSG)
LEX lögmannstofa er aðili að World Services Group (WSG) sem að eru samtök leiðandi sérfræðifyrirtækja sem þjónusta viðskiptalífið. Aðild LEX að WSG tryggir viðskiptavinum LEX aðgang að sérfræðiþekkingu um nánast allan heim, en aðilar frá um 115 löndum eru innan samtaka WSG, þar á meðal frá öllum fylkjum Bandaríkjanna.
Nánari upplýsingar um WSG má finna á heimasíðu félagsins.
Energy Law Group
Á LEX starfar teymi sérfræðinga sem hafa sérhæft sig í auðlinda- og orkurétti. LEX er aðili að Energy Law Group (ELG), en um er að ræða samtök sjálfstæðra evrópskra lögmannstofa sem sérhæfa sig í orku- og auðlindarétti.
Meðlimir ELG koma frá flestum löndum í Evrópu auk nokkurra landa í Miðaausturlöndum og Norður-Afríku og er um að ræða stærstu samtök sérfræðinga í Evrópu á sviði orku- og auðlindaréttar. Með þessu tryggir LEX sér aðgang að þekkingu og reynslu fjölmargra sérfræðinga víðs vegar um heiminn og þannig viðskiptavinum sínum betri þjónustu.
Skipulag samtakanna er með þeim hætti að þau bjóða sérhverjum viðskiptamanni lögmannsstofu innan samtakanna þjónustu í Evrópu og jafnvel víðar á sviði orku- og auðlindaréttar. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins.