Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Togstreita fjártækni og persónuverndar
23. september, 2020Lára Herborg Ólafsdóttir, eigandi á LEX skrifaði grein í viðskiptablað Morgunblaðsins þar sem hún fjallar um fyrirhugað frumvarp til nýrra laga um greiðsluþjónustu sem leggja á fyrir Alþingi í janúar 2021 og er ætlað að samræma reglur um greiðsluþjónustu þeim sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu, með innleiðingu tilskipunar ESB nr. 2015/2355 (PSD2). Markmið frumvarpsins er með annars að efla samkeppni á sviði greiðsluþjónustu og greiða fyrir aðgengi nýrra aðila á markaðinn.
Helstu breytingar með fyrirhuguðu lagafrumvarpi eru þær að gildissvið laganna verður rýmra og nýir aðilar, svokallaðir greiðsluvirkjendur og upplýsingaþjónustuveitendur, munu falla undir gildissvið laganna.
Athyglisvert er að skoða samspil markaðsþróunar- og samkeppnissjónarmiða sem eru ríkjandi í ákvæðum PSD2, við þau öryggis- og persónuverndarsjónarmið sem persónuverndarreglugerðin byggist á.
Mikilvægt er fyrir greiðsluvirkjendur og upplýsingaþjónustuveitendur að huga vel að því hvort viðunandi samþykki notandans til vinnslu persónuupplýsinga sé til staðar.
Aftur í fréttasafn