Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Sveitarfélögum dæmt í hag í málum er varða 1,4 ma. kr. hagsmuni
14. maí, 2019Hæstiréttur kvað í dag upp dóm í máli sem Óskar Sigurðsson lögmaður á LEX höfðaði f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps gegn íslenska ríkinu vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Fjögur önnur sveitarfélög, Skorradalshreppur, Hvalfjarðarsveit, Ásahreppur og Fljótsdalshreppur höfðu höfðað samskonar mál á hendur íslenska ríkinu og hefur þessi dómur fordæmisgildi fyrir þau dómsmál. Þá lágu fyrir sambærilegar kröfur umræddra sveitarfélaga vegna síðari ára á hendur íslenska ríkinu.
Í málinu reyndi á hvort heimilt væri í reglugerð að kveða á um þau sveitarfélög sem hefðu heildarskatttekjur af útsvari og fasteignaskatti sem teldist verulega umfram landsmeðaltal skyldu ekki njóta tiltekinna framlaga úr Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Í dómi Hæstaréttar kom fram að í skýringum í greinargerð frumvarps til stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995 með reglu þeirri er varð 2. mgr. 78. gr. kæmi fram að tilgangur hennar væri að taka af skarið um að ákvörðun um tekjustofna sveitarfélaga ætti undir löggjafarvaldið og þar með ekki undir framkvæmdarvaldið. Í ljósi stjórnskipulegrar stöðu sveitarfélaga og fyrirmæla 2. mgr. 78. gr. stjórnarskrárinnar yrði lagaáskilnaðarregla ákvæðisins ekki túlkuð á annan veg en þann, að ekki væri heimilt að fella niður tekjustofna sveitarfélaga í heild eða að hluta nema með lögum. Yrði það því ekki gert með reglugerð.
Heildarfjárhæð krafna vegna þessara mála og öðrum samkynja kröfum sveitarfélaganna sem nú hefur fengist niðurstaða um, nemur u.þ.b. 1,4 milljörðum króna.