Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Stjórnskipunarréttur og mannréttindi – Nýtt svið á LEX

14. nóvember, 2012

Nýtt fagsvið hefur tekið til starfa hjá LEX sem kallast Stjórnskipunarréttur og mannréttindi. Sérfræðingar stofunnar hafa til langs tíma veitt einstaklingum og fyrirtækjum ráðgjöf um hvers konar álitaefni sem tengjast þeirri vernd sem ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu veita.
Þau verkefni sem LEX hefur tekið að sér á þessu sviði varða meðal annars vernd eignarréttinda, atvinnufrelsi, rétt manna til að standa utan félaga og réttinn til að njóta réttlátrar málsmeðferðar. Þá hafa sérfræðingar stofunnar umfangsmikla reynslu af rekstri meðyrðamála þar sem reynir á mörk  tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs. Jafnframt hafa lögmenn LEX rekið kærumál vegna brota gegn Mannréttindasáttmála Evrópu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og veitt almenna ráðgjöf um rekstur slíkra mála.

Aftur í fréttasafn