Hugverka- og auðkennaréttur

Lögmenn LEX eru meðal fremstu sérfræðinga landsins í höfundarétti, vörumerkja- og hönnunarétti, einkaleyfarétti og varðandi löggjöf um óréttmæta viðskiptahætti.

Hugverka- og auðkennaréttur

LEX hefur um langt skeið veitt fyrirtækjum, opinberum stofnunum og einstaklingum víðtæka þjónustu á sviði hugverka- og auðkennaréttar og upplýsingatækniréttar. Lögmenn LEX eru meðal fremstu sérfræðinga landsins í höfundarétti, vörumerkja- og hönnunarétti, einkaleyfarétti og varðandi löggjöf um óréttmæta viðskiptahætti. Þeir veita þjónustu við samningagerð á þessum réttarsviðum, annast skráningu vörumerkja og hönnunar, hérlendis og erlendis og fara með mál fyrir dómstólum og stjórnvöldum.

Haustið 2018 tók LEX yfir starfsemi GH Sigurgeirsson ehf., en fyrirtækið hefur verið í rekstri hérlendis í yfir 80 ár á sviði hugverkaréttinda. GH Sigurgeirsson Intellectual Property er rekið sem sjálfstætt dótturfélag LEX – www.ghip.is

Helstu verkefni

  • Gerð samninga milli höfunda og útgefenda, framleiðenda og annarra er nýta hugverk
  • Hagsmunagæsla fyrir höfunda, útgefendur, flytjendur og aðra rétthafa
  • Þjónusta við framleiðendur og höfunda við gerð samninga um kvikmyndir og margmiðlunarefni
  • Þjónusta við tónlistarmenn vegna samninga um nýtingu á verkum þeirra
  • Gerð nytjaleyfissamninga, m.a. vegna vörumerkja, einkaleyfa, húsgagna og annarra nytjalistmuna
  • Gerð útgáfu- og leyfissamninga um ritað mál
  • Gerð leyfis- og dreifingarsamninga um hugbúnað
  • Þjónustusamningar um hugbúnað
  • Ráðgjöf og gerð samningsákvæða um vernd hugverkaréttinda í verk- og vinnusambandi
  • Skráning vörumerkja og hönnunar, hérlendis og erlendis
  • Aðstoð við þróun vörumerkja
  • Vöktun og umsýsla vörumerkjaskráninga
  • Rekstur ágreinings- ógildingarmála fyrir Einkaleyfastofu vegna umsókna um vörumerki og hönnun
  • Kvartanir til Neytendastofu vegna brota á lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu
  • Kvartanir til úrskurðaraðila hér á landi og erlendra úrskurðaraðila vegna lénaskráninga
  • Beiðnir til tollyfirvalda vegna innflutnings á eftirlíkingum er brjóta gegn hugverkarétti
  • Rekstur lögbannsmála fyrir sýslumannsembættum
  • Meðferð dómsmála vegna hvers kyns brota á hugverkaréttindum
  • Áreiðanleikakannanir vegna viðskipta með hugverkaréttindi
  • Ráðgjöf við nýsköpunarfyrirtæki um leiðir til að vernda hugverkaréttindi
  • Gerð samstarfssamninga milli fyrirtækja í rannsóknarstarfsemi
  • Hagsmunagæsla fyrir framleiðendur frumlyfja
  • Ráðgjöf og hagsmunagæsla vegna einkaleyfaverndar
  • Meðferð einkaleyfisumsókna í samstarfi við Budde Schou í Danmörku – sjá www.buddeschou.dk