Fjarskiptaréttur
LEX lögmannsstofa veitir viðskiptavinum heildræna þjónustu á sviði fjarskipta, fjölmiðla og tækni. Sérfræðingar stofunnar hafa yfir að ráða áralangri reynslu af ráðgjöf til fyrirtækja á þessum sviðum sem tekur bæði til viðskipta- og tæknilegra þátta.
Fjarskiptaréttur
LEX lögmannsstofa veitir viðskiptavinum heildræna þjónustu á sviði fjarskipta, fjölmiðla og tækni. Sérfræðingar stofunnar hafa yfir að ráða áralangri reynslu af ráðgjöf til fyrirtækja á þessum sviðum sem tekur bæði til viðskipta- og tæknilegra þátta. Þróun tækni og regluverks er mjög hröð og því vinna lögmenn LEX markvisst að uppfærslu þekkingar sinnar, meðal annars með þátttöku í alþjóðlegum ráðstefnum.
Sérfræðingar LEX annast alhliða hagsmunagæslu fyrir fjölmiðlafyrirtæki fyrir dómstólum og stjórnvöldum s.s. fjölmiðlanefnd. Lögmenn LEX hafa einnig mikla reynslu af rekstri meiðyrðamála og annarra mála sem reyna á mörk tjáningarfrelsis og ábyrgð fjölmiðlafyrirtækja, starfsmanna þeirra og eftir atvikum annarra sem tjá sig í fjölmiðlum.
Reynsla lögmanna LEX á sviði fjölmiðlaréttar tekur m.a. til vinnu fyrir stjórnvöld og þátttöku í starfshópum og nefndum sem komið hafa að stefnumótum og lagasmíði á þessum vettvangi.
Helstu verkefni:
- Ráðgjöf varðandi hvers kyns samskipti og málarekstur gagnvart eftirlitsstjórnvöldum, varðandi leyfisveitingar, samningagerð milli fjarskiptafyrirtækja, s.s. vegna reiki- og samtengisamninga o.fl.
- Ráðgjöf varðandi þær kröfur sem gerðar eru til fjarskiptafyrirtækja á grundvelli fjarskiptalaga, s.s. vegna uppsetningar og reksturs fjarskiptakerfa, sýndarneta o.fl.
- Rekstur meiðyrðamála.
Með sérþekkingu á þessu sviði.
-
Lára Herborg Ólafsdóttir
Lögmaður, LL.M. - Eigandi
Starfssvið
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Starfssvið
- Málflutningur og gerðarmeðferð
- Persónuvernd og upplýsingatækni
- Samkeppnisréttur
- Sjálfbærni / ESG (Environment, Social, Governance)
- Skaðabætur og vátryggingar
- Skattamál
- Stjórnskipunarréttur og mannréttindi
- Stjórnsýsla, opinberir aðilar og skipulagsmál
- Verktakar, útboðsmál og opinber innkaup
- Vinnuréttar- og starfsmannamál
- Yfirtökur og samrunar (M&A)