Fasteignakauparéttur

Lögmenn LEX hafa umtalsverða reynslu af því annast hagsmunagæslu fyrir bæði seljendur og kaupendur í fasteignakaupum vegna vanefnda samkvæmt lögum nr. 40/2002 um fasteignakaup, s.s. vegna galla og greiðsludráttar.

Fasteignakauparéttur

Lögmenn LEX hafa umtalsverða reynslu af því annast hagsmunagæslu fyrir bæði seljendur og kaupendur í fasteignakaupum vegna vanefnda samkvæmt lögum nr. 40/2002 um fasteignakaup, s.s. vegna galla og greiðsludráttar. Við sölu fasteigna getur einnig reynt á skaðabótaábyrgð löggiltra fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa, en á þeim hvíla víðtækar skyldur m.a. varðandi söluyfirlit og upplýsingaöflun.

Þá hafa lögmenn LEX í gegnum tíðina rekið mjög umfangsmikil mál fyrir kaupendur og húsfélög vegna margvíslegra galla á séreignum og sameignum í nýbyggðum fjöleignarhúsum. Í þessum málum hefur bæði reynt á ábyrgð seljenda samkvæmt lögum nr. 40/2002, sem og skaðabótaábyrgð byggingarstjóra, hönnuða og iðnmeistara. Í málum af þessum toga getur verið sá möguleiki fyrir hendi að hafa uppi fjárkröfur in solidum á hendur framangreindum aðilum, auk þess að gera kröfu í lögboðnar starfsábyrgðartryggingar löggiltra fasteignasala, byggingarstjóra og hönnuða hjá vátryggingafélögum.

Fasteignakaup eru umfangsmiklar fjárfestingar og miklir hagsmunir fólgnir í því að vel takist til. Lögmenn LEX hafa víðtæka þekkingu á öllum þeim lagaúrræðum sem hægt er að beita vegna vanefnda í fasteignakaupum og skaðabótaskyldrar háttsemi af hálfu löggiltra fasteignasala og fagaðila sem koma að húsbyggingum.

Helstu verkefni:

  • Hagsmunagæsla fyrir kaupendur og seljendur fasteigna vegna vanefnda samkvæmt lögum nr. 40/2002, s.s. vegna galla, afhendingardráttar, greiðsludráttar o.fl.
  • Hagsmunagæsla vegna skaðabótaábyrgðar löggiltrar fasteignasala
  • Hagsmunagæsla vegna skaðabótaábyrgðar fagaðila sem koma að húsbyggingum, einkum byggingarstjóra, hönnuða og iðnmeistara
  • Hagsmunagæsla gagnvart vátryggingafélögum vegna lögboðinna starfsábyrgðartrygginga löggiltra fasteignasala og fagaðila sem kom að húsbyggingum

Með sérþekkingu á þessu sviði.

Fréttir

Starfssvið

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.