Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Sjávarsýn vinnur mál gegn íslenska ríkinu
8. apríl, 2019Sjávarsýn, eignarhaldsfélag, sem m.a. á stóran eignarhlut í félögunum Ísmar, Gasfélaginu, Tandri, S4S, Iceland Seafood, Cargow og Íslenskri orkumiðlun vann nýverið sigur í dómsmáli gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Málið má rekja til þess að Sjávarsýn sameinaðist dótturfélagi sínu Imagine Investment og var ágreiningur við skattyfirvöld um skattalega meðferð samrunans. Bæði Ríkisskattstjóri og Yfirskattanefnd úrskurðuðu Sjávarsýn í óhag, en í úrskurði Yfirskattanefndar var álag á endurálagningu Sjávarsýnar fellt niður. Fyrir héraðsdómi var hins vegar fallist á allar kröfur Sjávarsýnar og var íslenska ríkið dæmt til að endurgreiða Sjávarsýn með vöxtum áður álögð gjöld vegna málsins og málskostnað.
Málið snérist að miklu leyti um það hvort að Imagine Investment hefði við samrunann uppfyllt skilyrði 1. mgr. 54. gr. tekjuskattslaga um að hafa haft rekstur með höndum og ekki átt óverulegar eignir. Í stuttu máli féllst héraðsdómur á allan málatilbúnað Sjávarsýnar í vel rökstuddri niðurstöðu.
Garðar Víðir Gunnarsson, eigandi á LEX hafði umsjón með málinu, en Guðrún Lilja Sigurðardóttir fulltrúi flutti málið fyrir héraðsdómi.