Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Regluvæðing villta vestursins

13. júlí, 2022

Lára Herborg ÓlafsdóttirÍ Viðskipta Mogganum í dag birtist grein eftir Láru Herborgu Ólafsdóttur, lögmann og eiganda á LEX þar sem hún fjallar um svokallaðar sýndareignir (e. Crypto assets) og fyrirhugað samevrópskt regluverk um slíkar sýndareignir (e. MiCA), sem ætlað er að setja og samræma heildarreglur um sýndareignir innan EES-svæðisins.  Fyrirhugað regluverk kemur til með að setja ýmsar skyldur á útgefendur og þjónustuveitendur á sviði sýndareigna. Áætlað er að MiCA-reglugerðin taki gildi í lok árs en komi til framkvæmda 12 -18 mánuðum síðar.

Aftur í fréttasafn