Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Nýtt vín á gömlum belgjum?
30. janúar, 2023Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi á LEX birti nýlega grein í ViðskiptaMogganum þar sem hún fjallar um nýlega birt drög framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að ákvörðun um fullnægjandi vernd (e. adequacy decision) svokallaðs rammasamnings um persónuvernd (EU-US Data Privacy Framework).
Talsverð óvissa hefur ríkt í kjölfar dóms Evrópudómstólsins frá 16. júlí 2020 í máli C-311/18 (Schrems II) sem varðaði lögmæti miðlunar Facebook á persónuupplýsingum frá netþjónum á Írlandi og til Bandaríkjanna , en með honum varð óheimilt að miðla persónuupplýsingum til þeirra fjölmörgu fyrirtækja er lúta bandarískri lögsögu og studdust við ákvæði svokallaðs friðhelgisskjaldar (EU-US Privacy shield).
Aftur í fréttasafn