Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Nýir hluthafar hjá LEX

30. mars, 2020

Á aðalfundi LEX sem haldinn var föstudaginn 27. mars sl. var samþykkt að þrír nýir hluthafar gengu til liðs við hluthafahóp LEX. LEX kynnir stolt til leiks þau Birgi Má Björnsson, Fanneyju Frímannsdóttur og Láru Herborgu Ólafsdóttur

Birgir Már Björnsson er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti. Birgir hefur starfað á LEX frá árinu 2011 en var frá 2009 – 2011 hjá lögmannsstofunum Acta og Megin. Birgir hefur í störfum sínum hjá LEX lagt megináherslu á úrræði tengd greiðsluerfiðleikum (greiðslustöðvun, nauðasamningar og gjaldþrotaskipti), auk eignaréttar, félagaréttar og höfundaréttar. Birgir er reyndur málflytjandi með mikla reynslu af rekstri dómsmála.

Fanney Frímannsdóttir er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Fanney hóf störf hjá LEX í nóvember 2011 en starfaði á árunum 2009 – 2011 hjá Kaupþingi. Fanney hefur í störfum sínum hjá LEX lagt megináherslu á félaga- og fjármálarétt og hefur einkum sinnt verkefnum sem felast í ráðgjöf til stærri fyrirtækja, banka og fjármálafyrirtækja auk ráðgjafar við kaup og sölu á fyrirtækjum.

Lára Herborg er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómsstólum. Lára hóf störf hjá LEX í febrúar 2019. Hún lauk LL.M. gráðu í tæknirétti frá UC Berkeley í Bandaríkjunum vorið 2018. Lára starfaði um skeið á tækni- og hugverkaréttardeild alþjóðlegrar lögmannsstofu í Lúxemborg og hefur sinnt margvíslegum verkefnum á sviði hugverka- og tækniréttar, þ.m.t. á sviði fjártækni (e. fintech) og persónuverndar. Þá hefur Lára haldið fjölmarga fyrirlestra bæði hér á landi sem og erlendis og skrifað greinar á sviði tækni- og hugverkaréttar.

Lára hefur auk þess í störfum sínum sinnt mörgum verkefnum á sviði verktaka- og útboðsréttar, félaga- og kröfuréttar auk stjórnsýsluréttar.

Aftur í fréttasafn