Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Munu greiðsluörðugleikar líða hjá?

29. október, 2020

Birgir Már Björnsson, lögmaður og eigandi á LEX lögmannsstofu ritaði grein í Viðskiptamoggann í gær þar sem hann fjallar um hlutverk stjórnar samkvæmt félagarétti og bendir á að meðal þeirra ákvarðana sem stjórnendur félaga bera ábyrgð á er mat á því hvort rekstri félags sé orðið þannig háttað að ekki séu lengur uppfyllt skilyrði til að halda rekstrinum áfram. Mikilvægt er nú á fordæmalausum tímum að stjórnendur bókhaldsskyldra aðila séu meðvitaðir um athafnaskyldur sínar samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti og áhrif athafnaleysis þeirra við þær aðstæður. Það er jafnframt brýnt að stjórnarmenn hugi tímanlega að möguleikum til endurskipulagningar rekstrar og láti reyna á frjálsa og eftir atvikum þvingaða samninga í því skyni.

Aftur í fréttasafn