
Mat á þjónustu
Mat á þjónustu

Chambers Global
Chambers and Partners hefur metið leiðandi lögmannsstofur í flestum löndum í yfir 20 ár. LEX lögmannsstofa hefur um árabil verið í fremstu röð á listum Chambers og má hér sjá stöðu LEX á heimsvísu samkvæmt fyrrgreindum listum.

Chambers Europe
Chambers and Partners hefur haldið skrár yfir leiðandi lögmannsstofur í flestum löndum í yfir 20 ár. LEX lögmannsstofa hefur um árabil verið í fremstu röð á listum Chambers og má hér sjá stöðu LEX í Evrópu samkvæmt fyrrgreindum listum.

Legal 500
Legal 500 heldur einnig skrár yfir lögfræðistofur út um allan heim. LEX er á lista Legal 500 yfir leiðandi lögmannsstofur á Íslandi.

Legal 500 Green Guide
Legal 500 Green Guide gerir úttekt á lögmannsstofum sem veita ráðgjöf á sviði sjálfbærni, orkuskipta og verkefnum tengdum loftslagsbreytingum á heimsvísu. LEX er metin sem leiðandi lögmannsstofa á sviði sjálfbærniráðgjafar í Legal 500 Green Guide.

IFLR 1000
IFLR 1000 birtir árlega lista yfir bestu lögmannsstofur á Íslandi sem byggir á viðtölum við innanhúslögmenn helstu fjármálafyrirtækja og fyrirtækja á viðkomandi svæðum, auk þess sem rætt er við helstu lögmenn í viðkomandi landi. Hér má finna upplýsingar um Ísland, þar sem LEX er metið í fremstu röð.

WTR1000
WTR 1000 sem árlega metur gæði vörumerkjalögmanna í heimum metur LEX lögmannstofu í efsta flokki lögmannstofa í þessum flokki á Íslandi. Við mat sitt byggir WTR1000 á yfirgripsmikilli rannsókn á gæðum lögmannsstofa í þeim tilgangi að greina lögmannstofur og lögmenn sem talin eru skara fram úr á sviði vörumerkjaréttar. Við matið er litið til hversu djúpa sérfræðiþekkingu viðkomandi aðilar hafa, stöðu þeirra á markaði og hversu yfirgripsmikil þau verkefni hafa verið sem viðkomandi hefur sinnt. Þá er einnig horft til umsagna annarra lögmanna og viðskiptavina við þetta mat.