Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
María Kristjánsdóttir nýr meðeigandi G.H. Sigurgeirsson
22. mars, 2022María Kristjánsdóttir hefur undirritað samning við LEX um að gerast meðeigandi LEX að G.H. Sigurgeirsson ehf. LEX keypti G.H. Sigurgeirsson árið 2018 og frá þeim tíma hefur María spilað lykilhlutverk í rekstri félagsins sem hefur gengið mjög vel. Frá upphafi árs 2021 hefur María verið framkvæmdastjóri félagsins.
G.H. Sigurgeirsson er dótturfélag LEX, sem veitir alhliða ráðgjöf og þjónustu á sviði hugverkaréttar, einkum hvað varðar vörumerki, hönnun og einkaleyfi.
María hefur starfað á LEX frá árinu 2008 og hefur frá þeim tíma verið hluti af hugverkateymi LEX þar sem hún hefur einkum einbeitt sér að vörumerkjarétti, auk þess sem hún hefur sinnt öðrum réttarsviðum eins og samkeppnisrétti, persónuvernd o.fl.
Hún útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007 og lauk LL.M gráðu frá Fordham University í New York árið 2008.
Aftur í fréttasafn