Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Máli ÁTVR gegn Sante vísað frá
22. mars, 2022Þann 18. mars sl. vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur frá málum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) gegn Sante ehf., Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni. Gerði ÁTVR þær dómkröfur að hinum stefndu yrði gert að láta af þátttöku í smásölu áfengis í vefverslun og að viðurkennd yrði bótaskylda stefndu vegna tjóns sem stefndi hefði beðið vegna þáttöku þeirra í smásölu á áfengi í vefverslun. Dómari hafnaði þessum málatilbúnaði og taldi að ÁTVR hefði ekki lögbundna hagsmuni af því að stöðva vefsölu fyrirtækjanna með áfengi og það væri í verkahring fjármálaráðherra að ákveða hvernig áfengisstefnunni yrði framfylgt, en ekki ÁTVR. Birgir Már Björnsson, lögmaður og eigandi á LEX gætti hagsmuna Sante, Santewines og Arnars Sigurðssonar og var Fjölnir Ólafsson, lögmaður og fulltrúi honum til aðstoðar. ÁTVR var einnig dæmt til að greiða umbjóðendum LEX 1,65 milljón króna í málskostnað.
Aftur í fréttasafn