Óskar Sigurðsson
Lögmaður - Eigandi
Óskar hefur starfað hjá LEX síðan árið 2016. Hann hefur um árabil verið á meðal fremstu málflutningsmanna landsins. Helstu sérsvið hans eru eignaréttur, verktakaréttur, bygginga- og skipulagsmál, umhverfis- og auðlindaréttur og mál er varða kaup og sölu fasteigna.
Starfssvið
Óskar Sigurðsson
Fréttir
Óskar Sigurðsson er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti Íslands. Óskar hefur um árabil verið á meðal fremstu málflutningsmanna landsins. Helstu sérsvið hans eru eignaréttur, verktakaréttur, bygginga- og skipulagsmál, umhverfis- og auðlindaréttur og mál er varða kaup og sölu fasteigna. Óskar er fæddur árið 1972 og lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1997. Hann hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi ári síðar og fyrir Hæstarétti árið 2005. Óskar hefur kennt eigna- og kröfurétt við Háskóla Íslands frá árinu 1998. Óskar hefur tekið sæti sem sérfróður meðdómari í málum fyrir héraðsdómi og átt sæti í Matsnefnd eignarnámsbóta.
Málflutningsréttindi
- Hæstiréttur
- Landsréttur
- Héraðsdómstólar
Starfsferill
- LEX lögmannsstofa síðan 2016
- JP Lögmenn 2009-2016
- Málflutningsskrifstofan 2000-2009
- A&P Lögmenn 1997-2000
Menntun
- Hæstaréttarlögmaður 2005
- Héraðsdómslögmaður 2000
- Háskóli Íslands, cand. jur. 1997
- Stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurlands 1992
Erlend tungumál
- Enska
- Danska
Kennsla
- Stundakennari í eigna- og kröfurétti við lagadeild Háskóla Íslands 1997 – 2007
- Aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands frá 2007
- Kennari á námskeiðum til löggildingar fasteigna, fyrirtækja og skipasala frá 2007
Félags- og trúnaðarstörf
- Stjórn LEX frá 2022
- Áfrýjunarnefnd um ágreiningsmál á kirkjulegum vettvangi, varamaður, frá 2016
- Dómnefnd um hæfni dómara frá 2012
- Stjórn Lögmannafélags Íslands, stjórnarmaður, ritari 2011-2012
- Stjórn Lögmannafélags Íslands, varastjórnarmaður 2009-2011
- Fjármálaeftirlitið, virkur varamaður í stjórn 2009-2011 (varamenn sátu alla fundi stjórnar)
- Formaður stjórnar knattspyrnudeildar UMF Selfoss 2008-2015
- Formaður úrskurðarnefndar um ágreining í verktakamálum frá 2003