Óskar Sigurðsson

Lögmaður - Eigandi

oskar@lex.is

Óskar hefur starfað hjá LEX síðan árið 2016. Hann hefur um árabil verið á meðal fremstu málflutningsmanna landsins. Helstu sérsvið hans eru eignaréttur, verktakaréttur, bygginga- og skipulagsmál, umhverfis- og auðlindaréttur og mál er varða kaup og sölu fasteigna.

Óskar Sigurðsson er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti Íslands. Óskar hefur um árabil verið á meðal fremstu málflutningsmanna landsins. Helstu sérsvið hans eru eignaréttur, verktakaréttur, bygginga- og skipulagsmál, umhverfis- og auðlindaréttur og mál er varða kaup og sölu fasteigna. Óskar er fæddur árið 1972 og lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1997. Hann hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi ári síðar og fyrir Hæstarétti árið 2005. Óskar hefur kennt eigna- og kröfurétt við Háskóla Íslands frá árinu 1998. Óskar hefur tekið sæti sem sérfróður meðdómari í málum fyrir héraðsdómi og átt sæti í Matsnefnd eignarnámsbóta.

Málflutningsréttindi

  • Hæstiréttur
  • Landsréttur
  • Héraðsdómstólar

Starfsferill

  • LEX lögmannsstofa síðan 2016
  • JP Lögmenn 2009-2016
  • Málflutningsskrifstofan 2000-2009
  • A&P Lögmenn 1997-2000

Menntun

  • Hæstaréttarlögmaður 2005
  • Héraðsdómslögmaður 2000
  • Háskóli Íslands, cand. jur. 1997
  • Stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurlands 1992

Erlend tungumál

  • Enska
  • Danska

Kennsla

  • Stundakennari í eigna- og kröfurétti við lagadeild Háskóla Íslands 1997 – 2007
  • Aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands frá 2007
  • Kennari á námskeiðum til löggildingar fasteigna, fyrirtækja og skipasala frá 2007

Félags- og trúnaðarstörf

  • Stjórn LEX frá 2022
  • Áfrýjunarnefnd um ágreiningsmál á kirkjulegum vettvangi, varamaður, frá 2016
  • Dómnefnd um hæfni dómara frá 2012
  • Stjórn Lögmannafélags Íslands, stjórnarmaður, ritari 2011-2012
  • Stjórn Lögmannafélags Íslands, varastjórnarmaður 2009-2011
  • Fjármálaeftirlitið, virkur varamaður í stjórn 2009-2011 (varamenn sátu alla fundi stjórnar)
  • Formaður stjórnar knattspyrnudeildar UMF Selfoss 2008-2015
  • Formaður úrskurðarnefndar um ágreining í verktakamálum frá 2003