Kristín Edwald
Lögmaður - Eigandi
Kristín hóf störf hjá LEX árið 2002. Kristín er einn af reyndustu málflytjendum landsins fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti Íslands. Kristín er meðal fremstu sérfræðinga landsins á sviði vátryggingaréttar og skaðabótaréttar.
Starfssvið
Kristín Edwald
Fréttir
Kristín Edwald er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Kristín hóf störf hjá LEX árið 2002 og hefur starfað hjá félaginu óslitið síðan. Kristín er einn af reyndustu málflytjendum landsins fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti Íslands. Þá hefur hún reynslu af rekstri mála fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Kristín er meðal fremstu sérfræðinga landsins á sviði vátryggingaréttar og skaðabótaréttar og hefur mikla reynslu á sviði félagaréttar, ráðgjafar til stjórnenda og stjórnarháttum, sem og á sviði vinnuréttar. Auk þess hefur hún yfirgripsmikla reynslu af flutningi umfangsmikilla efnahagsbrotamála fyrir íslenskum dómstólum
Málflutningsréttindi
- Hæstiréttur
- Landsréttur
- Héraðsdómstólar
Starfsferill
- LEX síðan 2002
- Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra 2000-2002
- Málflutningsskrifstofa, síðar Logos 1997-2000
Menntun
- Hæstaréttarlögmaður 2005
- Héraðsdómslögmaður janúar 1998
- Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1997
- Stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands 1991
Erlend tungumál
- Enska
- Danska
- Norska
Kennsla og önnur sambærileg störf
- Stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík frá 2007
- Kennari á námskeiði til öflunar réttinda til máflutnings fyrir héraðsdómi frá 2005
- Umsjón með B.A ritgerðum við lagadeild Háskóla Íslands 2006-2009
Félags- og trúnaðarstörf
- Í stjórn Lögmannafélags Íslands 2020 – 2022, varaformaður maí 2021 – maí 2022
- Formaður landskjörstjórnar frá 2013
- Í nefnd um eftirlit með störfum lögreglu frá 2017
- Formaður nefndar um stofnun millidómstigs 2013-2015
- Formaður yfirkjörstjórnar vegna sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík frá 2009-2013
- Í stjórn LEX frá 2007-2011 og frá 2013
- Í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. frá 2007-2011
- Í stjórn Lögfræðingafélags Íslands frá 2004-2012, formaður 2010-2012
- Varamaður í stjórn Persónuverndar frá 2004
- Í yfirkjörstjórn vegna kosninga til Alþingis í Reykjavík norður frá 2003-2013
- Varaformaður stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna frá 2001-2009
- Í barnaverndarnefnd Reykjavíkur frá 1998-2006
- Framkvæmdastjóri lögfræðiaðstoðar Orators frá 1996-1997
- Formaður Orators, félags laganema, 1994-1995
- Í stjórn Bókaútgáfu Orators 1994-1996
- Hefur setið í fjölda stjórna skráðra og óskráðra hlutafélaga og einkahlutafélaga