Hjalti Geir Erlendsson
Lögmaður, LL.M. - Verkefnastjóri
Hjalti Geir Erlendsson starfaði fyrir LEX árin 2013-2015 og hóf störf að nýju fyrir félagið árið 2019 eftir nám og störf í New York og Brussel. Í störfum sínum hjá LEX sinnir Hjalti Geir fjölbreyttum verkefnum, en þó einkum á sviði eigna-, auðlinda- og stjórnsýsluréttar.
Fréttir
Hjalti Geir er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum. Hann starfaði fyrir LEX árin 2013-2015 og hóf störf að nýju fyrir félagið árið 2019 eftir nám og störf í New York og Brussel.
Auk lagaprófs frá Háskóla Íslands er Hjalti Geir með meistaragráðu í lögum (LL.M.) frá Columbia-háskóla í New York, þar sem hann nam m.a. alþjóðalög, mannréttindi og félagarétt. Hjalti Geir hefur víðtæka reynslu af lögfræðistörfum fyrir einkaaðila og á opinberum vettvangi, m.a. á sviði Evrópuréttar/EES og mannréttinda. Í störfum sínum hjá LEX sinnir Hjalti Geir fjölbreyttum verkefnum, en þó einkum á sviði eigna-, auðlinda- og stjórnsýsluréttar en einnig félaga og Evrópuréttar. Hjalti Geir hefur jafnframt reynslu úr fjölmiðlum en hann starfaði sem blaðamaður samhliða laganámi.
Málflutningsréttindi
- Héraðsdómstólar
Starfsferill
- LEX lögmannsstofa síðan 2019
- Umboðsmaður Alþingis 2018-2019
- EFTA-skrifstofan í Brussel 2016-2018
- LEX lögmannsstofa 2013-2015
- Blaðamaður á Viðskiptablaðinu, Morgunblaðinu og mbl.is samhliða laganámi
Menntun
- Columbia-háskóli í New York, meistaragráða í lögum (LL.M.) 2016
- Héraðsdómslögmaður 2014
- Háskóli Íslands, meistarapróf í lögfræði (mag. jur.) 2013
- Uppsalaháskóli í Svíþjóð, Erasmus-skiptinám 2012
- Háskóli Íslands, BA í lögfræði 2011
- Menntaskólinn við Hamrahlíð, stúdent af náttúrufræðibraut 2007
Erlend tungumál
- Enska
- Danska
Kennsla
- Aðstoðarkennari í Norrænu málflutningskeppninni, lagadeild Háskóla Íslands 2015
- Aðstoðarkennari í almennri lögfræði við lagadeild Háskóla Íslands 2012-2013
Félags- og trúnaðarstörf
- Laganefnd Fimleikasambands Íslands
- Þjálfari hjá fimleikadeild Ármanns og íþróttafélaginu Gerplu, 2004-2014
- Ritnefnd Úlfljóts, tímarits laganema við Háskóla Íslands, 2010-2011
- Stjórn Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, 2009-2010