Guðrún Lilja Sigurðardóttir
Lögmaður - Eigandi
Guðrún Lilja hefur í störfum sínum hjá LEX lagt megináherslu á skattarétt, félagarétt og samkeppnisrétt, auk þess sem hún hefur annast verkefni á sviði sjó- og flutningaréttar, samningaréttar, málflutnings og gjaldþrotaréttar, einkum mál er varða riftun og endurheimt verðmæta.
Starfssvið
Guðrún Lilja Sigurðardóttir
Fréttir
Guðrún Lilja Sigurðardóttir er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Í störfum sínum hjá LEX hefur Guðrún Lilja lagt megináherslu á skattarétt, félagarétt og samkeppnisrétt, auk þess sem hún hefur annast verkefni á sviði sjó- og flutningaréttar, samningaréttar, málflutnings og gjaldþrotaréttar, einkum mál er varða riftun og endurheimt verðmæta.
Guðrún Lilja hefur mikla reynslu af ráðgjöf til stórra og smárra fyrirtækja, og hefur veitt innlendum og alþjóðlegum fyrirtækjum ráðgjöf á flestum réttarsviðum sem tengjast fyrirtækjarekstri, svo sem á sviði félagaréttar, skattaréttar, samkeppnisréttar, samningaréttar, vinnuréttar og í tengslum við ýmsa löggjöf er varðar leyfismál og neytendavernd. Guðrún Lilja hefur veitt ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar í tengslum við stór viðskipti og fjárfestingar hér á landi og annast gerð samrunatilkynninga og samskipti við samkeppnisyfirvöld í mörgum af stærri samrunamálum sem tekin hafa verið til meðferðar hér á landi að undanförnu. Auk þess sinnir Guðrún Lilja málflutningi fyrir héraðsdómstólum og hefur þar m.a. flutt stefnumarkandi mál á sviðum skatta- og félagaréttar.
Málflutningsréttindi
- Héraðsdómstólar
Starfsferill
- LEX lögmannsstofa síðan 2012
Menntun
- Héraðsdómslögmaður 2015
- Meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2014
- Stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands 2009
Erlend tungumál
- Enska
Kennsla
- Kennsla á námskeiði fyrir nýnema við lagadeild HR 2013-2014
Félags- og trúnaðarstörf
- Stjórn Lögréttu 2011-2012
- Stjórn Lögfræðiþjónustu Lögréttu 2012-2013
- Þátttaka í Philip C. Jessup International Law Moot Court Competition 2013