Arnar Þór Stefánsson

Lögmaður - Eigandi

arnar@lex.is

Arnar Þór hóf störf hjá LEX að lokinni útskrift frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2004. Arnar Þór er einn helsti málflytjandi LEX og hefur flutt vel á fjórða hundrað mál í héraði, fyrir Hæstarétti, og EFTA-dómstólnum, ýmist fyrir opinbera aðila, fyrirtæki eða einstaklinga.

Arnar Þór Stefánsson er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti. Arnar Þór hóf störf hjá LEX að lokinni útskrift frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2004. Hann starfaði áður um skamma hríð hjá umboðsmanni Alþingis og var aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands 2006 til 2007. Arnar Þór er einn helsti málflytjandi LEX og hefur flutt vel á fjórða hundrað mál í héraði, fyrir Hæstarétti, og EFTA-dómstólnum, ýmist fyrir opinbera aðila, fyrirtæki eða einstaklinga. Hann sérhæfir sig í rekstri dómsmála en hefur einnig sérfræðiþekkingu á sviði stjórnsýsluréttar, skipulags- og byggingarlöggjafar, verktakaréttar, opinberra innkaupa, fasteignaréttar, kröfuréttar og vinnuréttar. Þá hefur hann sinnt kennslustörfum við lagadeildir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík og ennfremur á námskeiðum til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómi.

Málflutningsréttindi

  • Hæstiréttur
  • Landsréttur
  • Héraðsdómstólar

Starfsferill

  • Umboðsmaður Alþingis 2004
  • LEX 2004-2006
  • Hæstiréttur Íslands 2006-2007
  • LEX 2007-

Menntun

  • Hæstaréttarlögmaður 2011
  • Héraðsdómslögmaður 2005
  • Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 2004
  • Nám við Kaupmannahafnarháskóla 2003
  • Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1999

Erlend tungumál

  • Enska
  • Norræn tungumál

Kennsla

  • Stundakennari í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands 2006 til 2014
  • Stundakennari í eignarétti við Háskóla Íslands 2005
  • Stundakennari í kröfurétti við Háskólann í Reykjavík 2005 og 2008-2009
  • Stundakennari í réttarfari við Háskóla Íslands 2014-2016
  • Kennsla í sakamálaréttarfari á hdl-námskeiðum 2015 – 2020
  • Umsjón með fjölda BA-ritgerða og meistararitgerða við Háskóla Íslands

Ritstörf

  • Ógilding stjórnvaldsákvarðana, Úlfljótur, 2005
  • Dómkröfur, um annað en greiðslu peninga, sem fullnægja má með aðför, Hæstiréttur og Háskóli Íslands – Rit til heiðurs Hæstarétti 100 ára, 2020
  • Um veiðifélög, Úlfljótur, 2007 (með Karli Axelssyni nú hæstaréttardómara)
  • Ritnefnd tímarits um reifanir á dómum Mannréttindadómstóls Evrópu 2008-2013

Félags- og trúnaðarstörf

  • Hæfnisnefnd um íslensk dómaraefni við Mannréttindadómstól Evrópu 2022
  • Stjórn Lögmannafélags Íslands 2016-2018, þar af varaformaður 2017-2018
  • Laganefnd Lögmannafélags Íslands 2013-2014
  • Stjórn Bókaútgáfunnar CODEX 2005-2008
  • Ritari nefndar um endurskoðun lax- og silungsveiðilaga 2005
  • Dómari hjá KSÍ frá 2011, þar af landsdómari frá 2016