Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

LEX veitir fjórum útgerðarfélögum ráðgjöf í einum af stærstu skipasmíðasamningum Íslandssögunnar.

5. desember, 2017

LEX veitir fjórum útgerðarfélögum ráðgjöf í einum af stærstu skipasmíðasamningum Íslandssögunnar.
Þann 3. desember s.l. var tilkynnt í Kauphöllinni í Singapore að fjögur íslensk útgerðarfélög hefðu náð samningum við Vard skipasmíðastöðina í Noregi um hönnun og smíði á 7 togskipum.  Eyvindur Sólnes eigandi á LEX veitti Berg-Huginn, Útgerðarfélagi Akureyringa, Gjögri og Skinney-Þinganes ráðgjöf við samningsgerðina.  Áætlað heildarverðmæti samningana er um 700 milljónir norskra króna.

Í fréttatilkynningunni segir m.a.:  „Vard og úterðirnar fjórar hafa þróað nýja hugsun fyrir þessi sjö togskip vegna fiskveiða við Ísland.  Skipin sem eru 29 metrar á lengd og 12 metrar á breidd verða smíðuð og útbúin hjá Vard Aukra í Noregi og koma til afhendingar á árinu 2019.“

Aftur í fréttasafn