Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

LEX ráðleggur JBT við yfirtöku á Marel

24. júní, 2024

JBT Corporation, leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði tæknilausna fyrir matvæla- og drykkjarvörugeirann, lagði í dag fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt útgefið og útistandandi hlutafé í Marel hf. í kjölfar staðfestingar fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á tilboðsyfirliti og lýsingu í tilefni af tilboðinu. LEX er innlendur lögfræðilegur ráðgjafi JBT í tengslum við yfirtökutilboðið. Teymi LEX er leitt af eigendunum Guðmundi Ingva Sigurðssyni og Stefáni Orra Ólafssyni og fulltrúanum Kristni Inga Jónssyni.

Aftur í fréttasafn