Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
LEX ráðleggur Ancala Partners við kaup í HS Orku hf.
23. maí, 2019Guðmundur Ingvi Sigurðsson lögmaður á LEX var lögfræðilegur ráðgjafi Ancala Partners vegna fjárfestingar Ancala Partners í HS Orku hf. Ancala Partners keypti hlutina af Jarðvarma, félag í eigu fjórtán lífeyrissjóða sem var eigandi að 33,4% hlut í HS Orku, sem hafði nýtt sér kauprétt sinn til að ganga inn í kaup á hlutum í HS Orku fyrir um 37 milljarða króna. Eftir fjárfestinguna á Ancala Partners 50% hlut í HS Orku á móti Jarðvarma.
HS Orka er þriðja stærsta orkufyrirtækið á Íslandi og það eina í einkaeigu. Fyrirtækið hefur rúmlega 40 ára reynslu af vinnslu endurnýjanlegrar orku; á og rekur tvö jarðvarmaver annað í Svartsengi og hitt á Reykjanesi. Framkvæmdir við fyrstu vatnsaflsvirkjun fyrirtækisins, Brúarvirkjun í Biskupstungum, standa nú yfir.
Aðrir starfsmenn sem unnu að ráðgjöfinni voru þau Fanney Frímannsdóttir og Snæbjörn Ólafsson, fulltrúar á LEX