Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
LEX er Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2015
8. maí, 2015Þann 7 maí s.l. birti VR niðurstöður vinnumarkaðskönnunar. Fyrirtækin í tíu efstu sætum í hverjum flokki eru sannarlega til fyrirmyndar og telur VR ástæðu til að vekja sérstaka athygli á frammistöðu þeirra. LEX var á meðal 10 efstu í flokknum stór fyrirtæki. Þessi fyrirtæki fá titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2015.
Fyrirtæki ársins 2015 voru valin með þeim hætti að spurningalisti var lagður fyrir starfsmenn fyrirtækja þar sem þeir voru inntir eftir mati á innra starfsumhverfi fyrirtækis síns. Mælingin náði til átta mismunandi þátta í starfsumhverfi fyrirtækja, en með því að láta mælinguna ná til margra þátta fæst heilsteypt mynd af innra starfsumhverfi þeirra. Svo víðtæk mæling hjálpar stjórnendum einnig að átta sig betur á stöðu mála hjá sínu fyrirtæki því þeir fá niðurstöður um hvern þátt starfsumhverfisins.
Aftur í fréttasafn