Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
LEX enn á ný metið í hæsta gæðaflokki hjá Legal 500
18. apríl, 2022Matsfyrirtækið Legal 500 hefur birt nýjasta mat sitt á íslenska lögfræðimarkaðnum. LEX lögmannsstofa, ein af þeim íslensku lögmannstofum sem bjóða upp á fulla þjónustu, hefur enn og aftur verið flokkuð í hæsta gæðaflokki (Tier 1) í öllum þeim flokkum sem metnir eru hjá Legal 500. Þeir flokkar sem Legal500 metur eru:
- Banking, finance and capital markets
- Commercial, corporate and M&A
- Dispute Resolution
- EEA and competition
- Employment
- Maritime and transport
- Real estate and construction
- Restructuring and insolvency
- TMT and IP
Gamalkunnug andlit á LEX eru, eins og undanfarin ár, nefnd sem „leading individuals“ eða í „Hall of fame“ á sínu sviði. Að auki hafa mörg ný andlit frá LEX bæst við í matinu sem “leading individuals”, “next generation partners” og “rising stars” og staðfestir það dýptina í þjónustuframboði LEX.
LEX er ein af fremstu lögmannsstofum landsins, skipuð um 40 lögmönnum sem veita viðskiptavinum alhliða þjónustu á sviði fjármála- og félagaréttar auk flestra annarra sviða íslensks réttar.
Í 33 ár hefur The Legal 500 greint lögmannsstofur um allan heim, með ítarlegri rannsóknaráætlun sem er endurskoðuð og uppfærð árlega til að koma með nýjustu sýn á alþjóðlegan lögfræðimarkað.
Aftur í fréttasafn