Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
LEX á UTmessunni
3. febrúar, 2020Dagana 7.-8. febrúar næstkomandi verður UT-messan haldin í Hörpu. UT-messan hefur fest sig í sessi sem ein stærsta upplýsingatækniráðstefna á Íslandi.
UTmessan samanstendur af ráðstefnu annars vegar og sýningarsvæði hins vegar. Á sýningarsvæðinu á 2. hæð mun LEX vera með bás þar sem okkar fremstu lögfræðingar í hugverka- og tæknirétti munu taka á móti gestum.
Á föstudeginum kl. 10:05, mun Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður á LEX, halda erindi í Silfurbergi A sem ber yfirskriftina Stormurinn í tölvuskýjunum. Þar fer hún yfir storminn sem geisar yfir Atlantshafinu en í Bandaríkjunum eru í gildi lög sem heimila þarlendum stjórnvöldum aðgang að gögnum í ákveðnum tilvikum og eru raunar ósamþýðanleg persónuverndarreglum í Evrópu og hafa valdið ákveðinni pattstöðu fyrir fyrirtæki.
Aftur í fréttasafn