Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Lagadagurinn 2022
22. september, 2022Lagadagurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordic föstudaginn 23. september nk. Það eru Lögmannafélag Íslands, Lögfræðingafélag Íslands og Dómarafélag Íslands sem standa fyrir Lagadeginum.
Dagskráin er fjölbreytt að vanda og verða haldnar málstofur um:
I. Dómskerfið
II. Sjálfbærni og loftslagsbreytingar
III. Opinber störf
IV. Réttarvörslukerfið á tímum samfélagsbreytinga
V. Útlendingaréttur
VI. Fjármálalögfræði
Eva Margrét Ævarsdóttir sem leiðir ráðgjöf í sjálfbærni á LEX tekur þátt í pallborði í málstofu um sjálfbærni og Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi á LEX stýrir málstofu um fjármálalögfræði.
Aftur í fréttasafn