Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Kristín Edwald hrl., skipuð formaður nefndar um undirbúning millidómsstig
1. ágúst, 2013Kristín Edwald hrl, eigandi á LEX er formaður nefndar sem Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipaði í dag og hefur það hlutverk að undirbúa millidómsstig. Í fréttatilkynningu frá Innanríkisráðuneytinu segir:
„Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa millidómstig. Meðal markmiða í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er að tekið verði upp millidómstig bæði í einkamálum og sakamálum og að Hæstiréttur starfi í einni deild.
Með skipun nefndarinnar er ráðherra að hrinda þessu verkefni af stað og mun nefndin útfæra fyrirkomulag, tímamörk, kostnað og önnur atriði er snerta tilurð millidómstigs. Einnig skal í lagafrumvarpi fjallað um starfsemi og fyrirkomulag sameiginlegrar stjórnsýslu dómstóla landsins, eftirlit dómskerfisins með dómurum og starfsemi dómstóla. Stefnt er að því að leggja megi frumvarp fyrir Alþingi í mars á næsta ári.
Formaður nefndarinnar er Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og aðrir nefndarmenn eru Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við HÍ, og Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari.“
Aftur í fréttasafn