Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Hulda Árnadóttir skipaður formaður fjölmiðlanefndar
26. október, 2017Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Huldu Árnadóttur héraðsdómslögmann og eiganda á LEX formann fjölmiðlanefndar frá 20. október 2017. Hulda var áður varaformaður nefndarinnar.
Hulda sem er einn af eigendum LEX hóf störf hjá LEX árið 2006 að loknu framhaldsnámi við Bristol-háskóla og hefur starfað hjá félaginu óslitið síðan. Hulda lauk lagaprófi árið 2001 og starfaði hjá óbyggðanefnd frá útskrift til ársins 2005 þegar hún hélt utan til framhaldsnáms.
Hulda hefur í störfum sínum hjá LEX lagt megináherslu á samkeppnisrétt og hugverka- og auðkennarétt. Þá hefur Hulda einnig sérþekkingu á sviði eignarréttar, þ.á m. lögum um náttúruauðlindir, fjölmiðlaréttar og Evrópuréttar auk þess sem hún annast verkefni á vettvangi stjórnskipunarréttar og mannréttinda. Hulda er reyndur málflytjandi og hefur auk þess umtalsverða reynslu af rekstri mála fyrir Samkeppniseftirlitinu, Einkaleyfastofu og Neytendastofu. Hulda hefur einnig reynslu af rekstri mála fyrir EFTA-dómstólnum og Mannréttindadómstóli Evrópu.
Aftur í fréttasafn