Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Héraðsdómur staðfestir úrskurð Óbyggðanefndar

27. nóvember, 2019

Í máli sem íslenska ríkið höfðaði gegn umbjóðendum LEX, hefur Héraðsdómur Vesturlands staðfest úrskurð Óbyggðanefndar umbjóðendum LEX í hag.

Í málinu krafðist íslenska ríkið þess að felldur yrði úr gildi úrskurður óbyggðanefndar í málinu 4/2014; Arnarvatnsheiði, Geitland og Langjökull, að því leyti sem hann varðar Arnarvatnsheiði og sameignarland Kalmanstungu I og II. Þá krafðist íslenska ríkið að viðurkennt yrði að landsvæði innan tiltekinna merkja væri þjóðlenda.

Umbjóðendur LEX mótmæltu kröfum íslenska ríkisins og féllst rétturinn á kröfur þeirra með þeim rökum að umrætt landsvæði hafi verið numið að verulegu leiti við landnám. Ekkert annað hafi komið fram í málinu en að litið hafi verið svo á í gegnum aldirnar, bæði af eigendum nágrannaeigna og handhöfum opinbers valds, að umrætt svæði væri allt hluti af jörðinni Kalmanstungu. Þá hafi var einnig litið til þess að landamerkjabréf hafi verið gerð með samþykki eigenda og umráðamanna aðliggjandi jarða og þeim þinglýst, yrði þannig að telja að í þeim fælist rík sönnun fyrir því að umrætt svæði sé eignarland.

Umrætt landsvæði sem deilt var um er gríðarlega umfangsmikið eða u.þ.b.1.500 km2 og voru því hagsmunir umbjóðenda LEX miklir.

Aftur í fréttasafn