Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Góð vika hjá LEX í dómstólunum

28. nóvember, 2024

Við hjá LEX lögmannsstofu erum stolt af öflugu teymi málflytjanda okkar. Þó að við séum ekki ókunnug stórum sigrum fyrir íslenskum dómstólum, þá hefur síðasta vika verið sérstaklega góð fyrir viðskiptavini okkar.

Föstudaginn 22. nóvember dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur þrotabúi Torgs í vil gegn íslenska ríkinu. Þórhallur Bergman kom fram fyrir hönd þrotabúsins, en dómurinn rifti greiðslum á virðisaukaskatti sem búið hafði innt af hendi áður en það var tekið til skipta. Þessi dómur staðfestir stöðu Þórhalls sem leiðandi lögmanns á sviði gjaldþrotaréttar og fjárhagslegrar endurskipulagningar á Íslandi. Á undanförnum árum hefur hann verið fenginn af kröfuhöfum fjölmargra þrotabúa til að fara yfir aðgerðir sem teknar voru í aðdraganda gjaldþrots, með frábærum árangri.

Þriðjudaginn 26. nóvember fékk einn af okkar yngstu lögmönnum, Guðrún Sólveig Sigríðardóttir, góðan dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur. Undir handleiðslu eins af okkar reynslumesta lögmanns, Óskars Sigurðssonar flutti Guðrún mál sem snerist um eignarhald á landi og veiðiréttindi þar sem umbjóðandi LEX vann fullan sigur. LEX lögmannsstofa hefur í áratugi verið í fararbroddi á sviði eignarréttar á Íslandi, og það er ánægjulegt að sjá einn af meðlimum yngri kynslóðarinnar eins og Guðrúnu Sólveigu halda áfram okkar sterku hefð á þessu sviði.

Á miðvikudaginn 27. nóvember birti Hæstiréttur Íslands dóm sinn í máli Lífeyrissjóðs verslunarmanna gegn einstaklingi.  Kristín Edwald, með öflugum stuðningi frá Stefáni Orra Ólafssyni og Hjalta Geir Erlendssyni gætti hagsmuna lífeyrissjóðsins. Málið snerist um endurmat á lífeyrisréttindum byggt á breytingum á lífslíkum og að öllu leyti var fallist á málatilbúnað LEX í þessu máli. Hefði niðurstaðan í málinu fallið umbjóðanda okkar í óhag, hefði það getað haft víðtæk neikvæð áhrif á lífeyrissjóðakerfið í heild sinni. Með vinnu sinni og ráðgjöf í þessu máli sýndi LEX styrk sinn og breidd, þar sem sérfræðingar af mismunandi réttarsviðum sneru bökum saman og mynduðu sterka liðsheild.

Sama dag hafnaði Hæstiréttur beiðni um áfrýjunarleyfi vegna úrskurðar Landsréttar í máli þar sem lögmaður okkar, Guðjón Ármannsson, með aðstoð frá Fjölni Ólafssyni, gætti hagsmuna. Lögmenn LEX höfðu krafist ógildingar á erfðaskrá þar sem undirliggjandi hagsmunir voru verðmæt fasteignaréttindi á höfuðborgarsvæðinu. Með synjun Hæstaréttar var staðfest endanleg niðurstaða í málinu skjólstæðingum LEX í vil.

Loks, þann 28. nóvember, birti Landsréttur dóm sinn í máli Lyfjablóms gegn umbjóðanda LEX í máli sem tengdist stjórnarháttum fyrirtækja og á rætur að rekja til fjármálakreppunnar. Lögmaður okkar, Arnar Þór Stefánsson, varði umbjóðanda sinn með góðum árangri í þessu langvarandi deilumáli þar sem niðurstaðan var sýkna vegna allra krafna Lyfjablóms.

„Þessir sigrar undirstrika einstaka hæfileika og skuldbindingu lögfræðiteymis okkar hjá LEX lögmannsstofu. Við erum staðráðin í að veita viðskiptavinum okkar hæsta mögulega gæði lögfræðilegrar þjónustu á öllum sviðum,“ segir Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri LEX lögmannsstofu.

Aftur í fréttasafn