Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Getting the deal through
19. desember, 2012Heimir Örn Herbertsson hrl. og Hulda Árnadóttir hdl. lögmenn hjá LEX rituðu kafla í bókina Getting the Deal Through – Merger Control, sem var nýlega gefin út af Global Competition Review. Í bókinni er að finna yfirlit yfir samrunaeftirlit í 73 löndum og er þar m.a. farið yfir helstu atriði löggjafar hvers lands, t.d. um hvenær þurfi að tilkynna samruna, tímafresti sem gilda um tilkynningar, möguleg refsiviðurlög, íhlutunarheimildir stjórnvalda, heimildir til að bera mál undir dómstóla og hverjir geti átt aðild að slíkum málum.
Aftur í fréttasafn