Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Garðar Valdimarsson gengur til liðs við LEX
29. mars, 2017Garðar Valdimarsson hefur gengið til liðs við LEX og mun þar sinna skattaráðgjöf til viðskiptavina LEX. Garðar sem er einn af helstu skattasérfræðingum landsins hefur í gegnum tíðina starfað á sviði skattamála eftir að hafa lokið prófi í endurskoðun og lögfræði hér heima og framhaldsnámi í skattarétti við Kaupmannahafnarháskóla árið 1976.
Hann var skipaður skattrannsóknarstjóri það sama ár og síðan ríkisskattstjóri frá 1986 auk þess að hann var formaður samninganefndar um tvísköttum á árunum 1995 til 1998. Þá átti hann sæti í nefndum og starfshópum vegna upptöku staðgreiðslu og virðisaukaskatts hér á landi. Garðar átti sæti í úrskurðarnefnd um ákvarðanir fjármálaeftirlitsins meðan hún starfaði.
Garðar varð hæstaréttarlögmaður árið 1999 og starfaði í lögmennsku í samstarfi við aðra til ársins 2008 þegar hann gerðist meðeigandi í Deloitte.
Garðar kenndi um tíma skattarétt við Háskóla Íslands og hefur skrifað nokkrar fræðigreinar á sviði skattaréttar.
Aftur í fréttasafn