Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Fyrsta umsóknin um skráningu litamerkis
24. september, 2021G.H. Sigurgeirsson Intellectual Property., dótturfyrirtæki LEX hefur lagt inn fyrstu umsóknina um skráningu litamerkis til Hugverkastofu fyrir hönd fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax hf.
Töluverðar breytingar urðu á íslenskum vörumerkjalögum þann 1. september 2020 og opnaðist þá meðal annars fyrir þann möguleika að skrá litamerki í vörumerkjaskrá.
Liturinn sem Arnarlax óskar eftir að fá skráðan sem vörumerki er með eftirfarandi litakóða.
Pantone 630 c
CMYK 65-10-25-0
RGB 114-176-189
HEX 72B0BD