Hvað telst græn starfsemi og hvernig á að fjármagna hana?

Eva Margrét ÆgisdóttirEva Margrét Ævarsdóttir, sem leiðir ráðgjöf í sjálfbærni (ESG – e. environment, social, governance) á LEX, skrifaði grein í Viðskiptablaðið í vikunni þar sem hún fjallar um hvernig áherslur í fjármögnun gætu breyst hratt á allra næstu misserum. Áhrif loftslagsbreytinga í heiminum séu orðin áþreifanleg og að það hafi náð athygli fjárfesta og fjármagnseigenda í heiminum sem verulegur áhættuþáttur. Afleiðingin sé að gríðarleg aukning hafi orðið í fjárfestingum sem taki mið af áhrifum á umhverfi og samfélag, svokölluðum ESG fjárfestingum. Þá fjallar hún um nýjan aðgerðapakka ESB á sviði sjálfbærra fjármála og hvernig hann muni hafa áhrif hér á landi en mikil vinna er nú lögð í að skilgreina hvaða starfsemi flokkist sem umhverfisvæn á vettvangi ESB og skapa skýran ramma utan um fjárfestingu í slíkri starfsemi.

Hugbúnaðarkaup hins opinbera

Lára Herborg Ólafsdóttir

Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi á LEX skrifaði nokkur orð í ViðskiptaMoggann 1. sept. sl. um hugbúnaðarkaup hins opinbera og nokkur atriði sem mikilvægt er að opinberir aðilar þekki og tileinki sér, m.a. út frá lögum nr. 120/2016 um opinber innkaup. Til hliðsjónar má geta að nýverið voru birtar leiðbeiningar til opinberra aðila um hvernig forðast skuli að læsast inni í samningum (e. vendor lock in).

Leiðbeiningar frá evrópska persónuverndarráðinu (EDPB)

Lára Herborg Ólafsdóttir

Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi á LEX skrifaði grein í ViðskiptaMoggann fyrr í vikunni um nýbirtar leiðbeiningar frá evrópska persónuverndarráðinu (EDPB) um viðbótarráðstafanir sem nauðsynlegt getur verið að grípa til, þegar persónuuppplýsingum er miðlað utan EES-svæðisins, s.s. fyrir tilstilli skýjalausna.

Síldarvinnslan skráð á markað í Kauphöll Íslands

Í morgun hófust viðskipti með bréf í Síldarvinnslunni hf. í Kauphöll Íslands. Í aðdraganda skráningar fór fram hlutafjárútboð og var töluverð umfram eftirspurn eftir hlutum í félaginu í útboðinu.

LEX lögmannsstofa, með þá Eyvind Sólnes og Stefán Orra Ólafsson í fararbroddi sá um lögfræðiráðgjöf til Síldarvinnslunnar í aðdraganda skráningar og við hlutafjárútboðið.

Gervigreind og lögfræði

LEX lögmannsstofa tekur þátt í nýsköpunarvikunni 2021. Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi á LEX lögmannsstofu, og Thelma Christel Kristjánsdóttir, lögmaður og fulltrúi á LEX lögmannstofu, munu mánudaginn 31. maí næstkomandi kl. 14.00 – 15:30 halda kynningu um tengsl lögfræði og gervigreindar. Í kynningunni munu þær fara yfir áhrif gervigreindar á lögfræðistéttina, mögulega notkun gervigreindar við lögmannsstörf, íslenskar og evrópskar stefnumótanaáætlanir á sviði gervigreindar, evrópskar fjárfestingar í gervigreind og ný reglugerðardrög frá framkvæmdarstjórn ESB um gervigreind.
Kynningin verður haldin í Grósku, samfélagi sköpunar, Bjargargötu 1, 102 Reykjavik og getur fólk bæði horft á kynninguna þar og í gegnum streymi.

Regluverk um gervigreind

Lára Herborg Ólafsdóttir

Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi á LEX fjallaði í Viðskiptamogganum í liðinni viku um drög að reglugerð um noktun á gervigreind innan Evrópusambandsins, en framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti drögin fyrir skemmstu. Markmið regluverksins er m.a. að hafa áhrif á þær aðferðir sem notast er við þegar fyrirtæki þróa, markaðssetja og nota stafræna tækni í hinum ýmsum formum.

Fyrstu íslensku hreyfimerkin

Í Hugverkatíðindum fyrir aprílmánuð 2021 birtust fyrstu íslensku hreyfimerkin sem samþykkt hafa verið til skráningar hjá Hugverkastofunni. Hreyfimerki eru dæmi um svokölluð óhefðbundin vörumerki, en með breytingu á vörumerkjalögum sem tóku gildi þann 1. September 2020 var opnað fyrir skráningu á slíkum vörumerkjum. Líkt og nafnið bendir til fela hreyfimerki í sér hreyfingu eða breytingu á staðsetningu tiltekinna tákna í merki.

Tvö landsbundin hreyfimerki eru birt í nýjustu Hugverkatíðindum og í báðum tilvikum sá GH Sigurgeirsson ehf., dótturfélag LEX á sviði hugverkaréttar, um skráningu merkjanna. Annað merkjanna er jafnframt í eigu íslensks aðila og þar af leiðandi eitt fyrsta, ef ekki hið fyrsta, óhefðbundna landsbundna vörumerkið í eigu íslensks aðila sem birt hefur verið hér á landi. Um er að ræða hreyfimerki fyrir eitt vinsælasta hlaðvarp landsins, DR. FOOTBALL.

Legal500 – LEX enn á ný metið í hæsta gæðaflokki

Matsfyrirtækið Legal 500 greinir árlega lögmannsstofur á heimsvísu með ítarlegri rannsóknarvinnu til þess að hafa ávallt áreiðanlegar upplýsingar um stöðu mála á sviði lögfræði og lögmennsku í heiminum.

Nú í ár var LEX metið í hæsta gæðaflokki (Tier 1) í öllum þeim níu flokkum sem metnir eru, eina íslenska lögmannsstofan sem náði hæsta mati í öllum flokkum, annað árið í röð;

  • Banking, Finance and Capitals Markets
  • Commercial, Corporate and M&A
  • Dispute Resolution
  • EEA and Competition
  • Employment
  • Maritime and Transport
  • Real Estate and Construction
  • Restructuring and Insolvency
  • TMT and IP

LEX er fullt af stolti yfir þessum glæsilega árangri. Heildarmatið, með vitnisburðum og yfirliti yfir lykilviðskiptavini má sjá hér