Leiðbeiningar frá evrópska persónuverndarráðinu (EDPB)

Lára Herborg Ólafsdóttir

Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi á LEX skrifaði grein í ViðskiptaMoggann fyrr í vikunni um nýbirtar leiðbeiningar frá evrópska persónuverndarráðinu (EDPB) um viðbótarráðstafanir sem nauðsynlegt getur verið að grípa til, þegar persónuuppplýsingum er miðlað utan EES-svæðisins, s.s. fyrir tilstilli skýjalausna.

Síldarvinnslan skráð á markað í Kauphöll Íslands

Í morgun hófust viðskipti með bréf í Síldarvinnslunni hf. í Kauphöll Íslands. Í aðdraganda skráningar fór fram hlutafjárútboð og var töluverð umfram eftirspurn eftir hlutum í félaginu í útboðinu.

LEX lögmannsstofa, með þá Eyvind Sólnes og Stefán Orra Ólafsson í fararbroddi sá um lögfræðiráðgjöf til Síldarvinnslunnar í aðdraganda skráningar og við hlutafjárútboðið.

Gervigreind og lögfræði

LEX lögmannsstofa tekur þátt í nýsköpunarvikunni 2021. Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi á LEX lögmannsstofu, og Thelma Christel Kristjánsdóttir, lögmaður og fulltrúi á LEX lögmannstofu, munu mánudaginn 31. maí næstkomandi kl. 14.00 – 15:30 halda kynningu um tengsl lögfræði og gervigreindar. Í kynningunni munu þær fara yfir áhrif gervigreindar á lögfræðistéttina, mögulega notkun gervigreindar við lögmannsstörf, íslenskar og evrópskar stefnumótanaáætlanir á sviði gervigreindar, evrópskar fjárfestingar í gervigreind og ný reglugerðardrög frá framkvæmdarstjórn ESB um gervigreind.
Kynningin verður haldin í Grósku, samfélagi sköpunar, Bjargargötu 1, 102 Reykjavik og getur fólk bæði horft á kynninguna þar og í gegnum streymi.

Regluverk um gervigreind

Lára Herborg Ólafsdóttir

Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi á LEX fjallaði í Viðskiptamogganum í liðinni viku um drög að reglugerð um noktun á gervigreind innan Evrópusambandsins, en framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti drögin fyrir skemmstu. Markmið regluverksins er m.a. að hafa áhrif á þær aðferðir sem notast er við þegar fyrirtæki þróa, markaðssetja og nota stafræna tækni í hinum ýmsum formum.

Fyrstu íslensku hreyfimerkin

Í Hugverkatíðindum fyrir aprílmánuð 2021 birtust fyrstu íslensku hreyfimerkin sem samþykkt hafa verið til skráningar hjá Hugverkastofunni. Hreyfimerki eru dæmi um svokölluð óhefðbundin vörumerki, en með breytingu á vörumerkjalögum sem tóku gildi þann 1. September 2020 var opnað fyrir skráningu á slíkum vörumerkjum. Líkt og nafnið bendir til fela hreyfimerki í sér hreyfingu eða breytingu á staðsetningu tiltekinna tákna í merki.

Tvö landsbundin hreyfimerki eru birt í nýjustu Hugverkatíðindum og í báðum tilvikum sá GH Sigurgeirsson ehf., dótturfélag LEX á sviði hugverkaréttar, um skráningu merkjanna. Annað merkjanna er jafnframt í eigu íslensks aðila og þar af leiðandi eitt fyrsta, ef ekki hið fyrsta, óhefðbundna landsbundna vörumerkið í eigu íslensks aðila sem birt hefur verið hér á landi. Um er að ræða hreyfimerki fyrir eitt vinsælasta hlaðvarp landsins, DR. FOOTBALL.

Legal500 – LEX enn á ný metið í hæsta gæðaflokki

Matsfyrirtækið Legal 500 greinir árlega lögmannsstofur á heimsvísu með ítarlegri rannsóknarvinnu til þess að hafa ávallt áreiðanlegar upplýsingar um stöðu mála á sviði lögfræði og lögmennsku í heiminum.

Nú í ár var LEX metið í hæsta gæðaflokki (Tier 1) í öllum þeim níu flokkum sem metnir eru, eina íslenska lögmannsstofan sem náði hæsta mati í öllum flokkum, annað árið í röð;

  • Banking, Finance and Capitals Markets
  • Commercial, Corporate and M&A
  • Dispute Resolution
  • EEA and Competition
  • Employment
  • Maritime and Transport
  • Real Estate and Construction
  • Restructuring and Insolvency
  • TMT and IP

LEX er fullt af stolti yfir þessum glæsilega árangri. Heildarmatið, með vitnisburðum og yfirliti yfir lykilviðskiptavini má sjá hér

Eyrarbúið ehf. dæmt til að greiða Plús film ehf.

Í síðustu viku gekk dómur í Héraðsdómi Suðurlands þar sem Eyrarbúið ehf. var dæmt til að greiða Plús film ehf. kr. 20.166.583 ásamt dráttarvöxtum og málskostnaði. Málið varðaði heimildarmyndina Eyjafjallajökull Erupts sem félag Sveins M. Sveinssonar, kvikmyndagerðarmanns, framleiddi í samstarfi við stefnda en hún fjallar um lífið og uppbygginguna á bænum Þorvaldseyri meðan á gosinu í Eyjafjallajökli stóð og í kjölfar þess. Stefndi sýndi myndina í nokkur ár í gestastofu á Þorvaldseyri fyrir gríðarlegan fjölda gesta. Jafnframt framleiddi stefnandi DVD diska með myndinni sem voru seldir þar á staðnum. Með dómnum var hafnað því sjónarmiði Eyrarbúsins að það hefði eitt átt öll höfundaréttindi yfir myndinni og félagið dæmt til að greiða stefnanda helming þess hagnaðar sem nýting myndarinnar hafði skapað síðustu árin sem hún var nýtt með þessum hætti. Erla S. Árnadóttir flutti málið fyrir Plús film ehf.

LEX veitir ráðgjöf til LLCP við kaup á Creditinfo Group

Gengið hefur verið frá kaupum alþjóðlega framtakssjóðsins Levine Leichtman Capital Partners (LLCP) á Creditinfo Group. Creditinfo var stofnað á Íslandi 1997 og starfa rúmlega fjögur hundruð manns hjá fyrirtækinu á yfir þrjátíu starfsstöðvum víða um heim, en samstæðan sérhæfir sig í miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga til ákvarðanatöku.

Fanney Frímannsdóttir lögmaður á LEX var ráðgjafi LLCP á Íslandi við kaupin.