LEX metið sem leiðandi fyrirtæki hjá Chambers

Chambers and Partners hefur metið leiðandi lögmannsstofur í flestum löndum í yfir 20 ár. Út er komið mat þeirra fyrir árið 2022, bæði fyrir Evrópu og á alþjóðavísu og er LEX metið sem leiðandi fyrirtæki eða „Leading Firm“ á Íslandi. Mat Chambers and Partners lýtur að flokkunum Corporate/Commercial og Dispute Resolution bæði fyrir Evrópu og á alþjóðavísu auk Intellectual Property fyrir Evrópu.

Í flokknum „Corporate / Commercial“ er teyminu lýst á eftirfarandi hátt:

„LEX Law Offices boasts a broad corporate and commercial offering, including public M&A and ECM mandates. The law firm also possesses high-level expertise in banking and finance. The lawyers additionally assist with the compliance and regulatory aspects of transactions.

og sérstaklega er fjallað um Guðmund Ingva Sigurðsson og Ólaf Haraldsson:

„Guðmundur Ingvi Sigurðsson advises on a variety of cross-border mandates, including mergers, acquisitions and equity investments. One client enthuses that „he is a great lawyer,“ explaining that he is „easy to approach and always delivers on time.“

Ólafur Haraldsson has a broad practice including refinancing and restructuring mandates as well as corporate transactions.“

Í flokknum „Dispute Resolution“ er teyminu lýst á eftirfarandi hátt

„LEX Law Offices has a noteworthy team handling a comprehensive range of contentious matters, including competition, employment, human rights and white-collar crime cases. The law firm is experienced acting on both litigation and arbitration proceedings. The lawyers represent state entities, private companies and high-profile individuals.“

og sérstaklega er fjallað um þau Arnar Þór Stefánsson og Kristínu Edwald

„Arnar Þór Stefánsson handles a variety of disputes, from commercial litigation and white-collar crime matters to administrative and public law cases. He also has experience in mandates with cross-border elements.“

„Kristín Edwald possesses a broad dispute resolution practice, with experience in cases involving insurance, human rights and criminal law. She also has a varied client roster, acting for private companies, state entities and high-profile individuals.“

Í flokknum „Intellectual Property“ er teyminu lýst á eftirfarandi hátt:

„LEX Law Offices has an impressive practice with expertise in a range of commercial and specialist IP mandates. The department advises on issues relating to copyright infringement and the registration and protection of trade marks and designs. The law firm additionally assists with life sciences regulatory issues.“
Clients say: „The lawyers are responsive and their answers are clear and understandable.“

og sérstaklega er fjallað um Erlu S. Árnadóttur

„Erla Árnadóttir has a wealth of experience in trade mark portfolio management and copyright infringement cases. She also assists with GDPR compliance.“

LEX í gullflokki hjá WTR

Þær Erla S. Árnadóttir eigandi á LEX og María Kristjánsdóttir, fulltrúi, sem einnig er framkvæmdarstjóri GH Sigurgeirsson IP – dótturfyrirtækis LEX, eru lofaðar fyrir störf sín á sviði á sviði vörumerkjaréttar í 2022 útgáfunni af World Trademark Review (WTR 1000). LEX er þar talið eitt af þeim bestu þegar kemur að alhliða þjónustu í vörumerkjarétti.

Umsögn WTR er eftirfarandi:

„One of the best when it comes to trademark counselling,

prosecution and litigation, full-service outfit LEX Law Offices renders an all-inclusive offering to prestigious local companies and industry-leading multinationals. For example, Mjólkursamsalan, the country’s largest dairy producer, and Coca-Cola European Partners Ísland call on it for strategic portfolio management and high-level advice. The vibrant IP group is comprised of talented, collaboratively minded lawyers who are licensed to practise throughout the Icelandic court system, including at the Supreme Court, and are always willing to go the extra mile for clients. Driving the practice forward are Erla Árnadóttir and María Kristjánsdóttir. As one of the nation’s foremost experts on intellectual property, Árnadóttir capitalises on almost four decades of experience to assist brand owners in many meaningful ways. Most recently, she has been representing data destruction company Gagnaeyðing in a dispute concerning unregistered marks and managing Iceland Oil’s portfolio alongside Kristjánsdóttir. The “super-personable and professional” Kristjánsdóttir is “great to cooperate with and really easy to talk to”, according to one peer. The talented all-rounder was recently promoted to managing director of GH Sigurgeirsson IP, a prominent Icelandic IP boutique and subsidiary of LEX LawOffices.“

Breytingar á lögum og upplýsingagjöf um rekstur fyrirtækja

Eva Margrét ÆvarsdóttirLagabreytingar eru framundan sem munu hafa áhrif á ýmsa þætti í rekstri og samkeppnishæfni fyrirtækja. Eva Margrét Ævarsdóttir, lögmaður og ráðgjafi á sviði sjálfbærni hjá LEX tók þátt í panelumræðu á Janúarráðstefnu Festu 2022 um hvað það muni þýða fyrir atvinnulífið. Samantekt á hennar innleggi í panelumræðuna birtist í Viðskiptablaðinu nýverið.

– Mynd af Panel – Valgarður Gíslason

Verðmæti vörumerkja – Leiðtogafundur

Fimmtudaginn 3. febrúar næstkomandi mun María Kristjánsdóttir lögmaður á LEX, taka þátt í leiðtogafundi um verðmæti vörumerkja. Fundurinn er haldinn sameiginlega af brandr og Hugverkastofunni.

Fundurinn er öllum opinn og hægt er að nálgast upptöku eftir á.

Skráðu þig hér til þess að horfa í beinni eða nálgast upptöku, svo þú getir horft þegar þér hentar:

Stór tækifæri eru í verðmætasköpun með faglegri uppbyggingu vörumerkja. Samþætt stjórnun vörumerkja þvert á starfsemina skiptir lykilmáli í uppbyggingu þeirra verðmæta sem felast í ímynd, orðspori og viðskiptavild fyrirtækja. Verndun vörumerkja er þar oft gleymdur, en mikilvægur, þáttur sem er grundvöllur verðmætasköpunar.

Á réttum forsendum – ráðstefna Festu 2022

Festa – Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni stendur fyrir ráðstefnunni „Á réttum forsendum“ þann 27. janúar nk. Ráðstefnan er rafræn og opin öllum. Eva Margrét Ævarsdóttir, lögmaður og ráðgjafi á sviði sjálfbærni hjá LEX er einn panel þátttakenda um fyrirhugaðar breytingar á lögum og upplýsingagjöf í sjálfbærni.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna

LEX veitir Partners Group lagalega ráðgjöf við kaup á atNorth

LEX veitti Partners Group, alþjóðlegu eignastýringafyrirtæki, lagalega ráðgjöf við kaup á atNorth.
atNorth er stærsti rekstraraðili sjálfbærra gagnavera á Íslandi og leiðandi í rekstri gagnavera. atNorth býður viðskiptavinum sínum upp á hýsingarþjónustu sem byggir á endurnýjanlegum orkugjöfum, skilvirkri orkunotkun og hagkvæmni. atNorth er með um 100 viðskiptavini víðs vegar að úr heiminum, allt frá litlum fyrirtækjum til alþjóðlegra stórfyrirtækja.

Fanney Frímannsdóttir og Ólafur Haraldsson lögmenn á LEX veittu ráðgjöf við kaupin.

Orðrómar á fjármálamörkuðum

Á Innherja, nýjum viðskiptamiðli innan Vísis, birtist í dag grein eftir Kristin Inga Jónsson lögfræðing og fulltrúa á LEX þar sem hann fjallar um orðróma á fjármálamörkuðum, áhrif þeirra á eðlilega virkni markaða og reglur í nýlegum lögum nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum sem ætlað er að sporna gegn truflandi áhrifum óstaðfestra upplýsinga.

Skaðabætur fyrir höfundaréttarbrot gegn verkum úr Rafskinnu

Þann 12. nóvember sl. var kveðinn upp í Landsrétti dómur í máli sem flutt var af Erlu S. Árnadóttur, lögmanni og eiganda á LEX.

Erfingjar Jóns Kristinssonar, myndlistarmanns, Jónda, höfðuðu málið á árinu 2015 á hendur aðstandendum Gunnars Bachmann, en hann rak á sínum tíma flettiauglýsingagrindina Rafskinnu, sem á árunum 1935 – 1957 var staðsett í verslunarglugga í Austurstræti í Reykjavík, og á hendur galleríi í Reykjavík. Með dómnum var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að stefndu væru skaðabótaskyldir gagnvart erfingjum Jónda, sem eru nú eigendur höfundaréttinda hans, vegna óheimillar nýtingar réttinda að fjölda myndverka er hann teiknaði til birtingar í auglýsingagrindinni. Hin óheimila nýting fór fram á árunum 2013 – 2014 og fólst m.a. í opinberri sýningu myndverkanna, gerð boðskorts, og gerð og sölu veggspjalda, póstkorta, límmiða og auglýsinga sem birtar voru á biðstöðvum Strætó. Alls voru framin 19 brot gegn 168 verkum.

Heildarfjárhæð dæmdra skaðabóta ásamt vöxtum og málskostnaði nam ríflega 12 milljónum króna og mun þar sennilega um að ræða hæstu skaðabætur vegna brots á höfundarétti sem dæmdar eru í einu máli af íslenskum dómstól.