Við á LEX erum stolt af því að hafa verið á meðal þeirra 2% íslensku fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar CreditInfo á Framúrskarandi fyrirtækjum árið 2022
LEX er til fyrirmyndar 2022!
LEX lögmannsstofa er á meðal 2,3% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði Viðskiptablaðsins og Keldunnar og er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2022.
Birting afkomuviðvarana
Stefán Orri Ólafsson, eigandi og lögmaður á LEX birti grein í Innherja fyrr í vikunni um þann vanda sem skráð félög standa oft frammi fyrir við mat á því hvort nauðsynlegt sé að birta sérstaka afkomuviðvörun milli reglulegra uppgjörstilkynninga
Fjölmiðlafrelsi og miðlun innherjaupplýsinga
Kristinn Ingi Jónsson, lögfræðingur og fulltrúi á LEX skrifaði nýlega grein í Innherja, viðskiptamiðil Vísis, um samspil fjölmiðlafrelsis og miðlunar innherjaupplýsinga og rétt blaðamanna til þess að miðla innherjaupplýsingum í því skyni að staðreyna sannleiksgildi orðróms.
Skál í sýndar-kampavíni
María Kristjánsdóttir, lögmaður og fulltrúi á LEX og framkvæmdastjóri GH Sigurgeirsson IP skrifaði grein í Innherja, viðskiptamiðil Vísi, um metaverse útfrá sjónarhóli vörumerkjaréttarins og þeirri þörf að huga að fullnægjandi vernd vörumerkja og annarra hugverkaréttinda samhliða notkun þeirra á þessum nýja vettvangi.
Brot gegn persónuverndarlögum misnotkun á markaðsráðandi stöðu?
Benedikta Haraldsdóttir, lögmaður og fulltrúi á LEX skrifaði grein á Vísi sem birt var þann 17. okt sl. um áhugaverða þróun á vettvangi Evrópusambandsins um samspil persónuverndarréttar og samkeppnisréttar.
Aðallögsögumaður Evrópudómstólsins hefur gefið út lögfræðilegt álit í máli Meta gegn þýska samkeppniseftirlitinu sem gæti haft í för með sér víkkað valdsvið samkeppnisyfirvalda til þess að leggja mat á lykilálitaefni á sviði persónuverndarréttar.
Gildi samþykkis fyrir umfangsmikilli vinnslu persónuupplýsinga tæknirisa á stafræna markaðinum er framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ofarlega í huga og er það meðal þeirra álitaefna sem reglugerðin Digital Markets Act, sem tekur gildi nk. nóvember í Evrópusambandinu, er ætlað að taka á.
LEX veitir Ardian lögfræðilega ráðgjöf við kaup á Mílu
LEX veitti franska sjóðastýringarfyrirtækinu Ardian lögfræðilega ráðgjöf við kaup á öllu hlutafé í fjarskiptafélaginu Mílu ehf. Ráðgjöf lögmannsstofunnar laut meðal annars að gerð áreiðanleikakönnunar, aðstoð við gerð kaupsamnings, fjármögnunarsamninga og samninga við meðfjárfesta, gerð samrunatilkynningar og sáttaviðræðum við samkeppnisyfirvöld og viðræðum við íslensk stjórnvöld.
Viðskiptin eru þau stærstu á Íslandi í fimmtán ár.
Míla ehf. er stærsti heildsali á fjarskiptaþjónustu hér á landi og felst kjarnastarfsemi félagsins í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu.
Ardian er langtímafjárfestir í grunninnviðum og eitt stærsta sjóðastýringarfyrirtæki í Evrópu með um 140 milljarða Bandaríkjadala í stýringu. Meðal fjárfesta í Ardian eru ríkisstofnanir, lífeyrissjóðir, tryggingafélög og aðrir stofnanafjárfestar.
Lagadagurinn 2022
Lagadagurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordic föstudaginn 23. september nk. Það eru Lögmannafélag Íslands, Lögfræðingafélag Íslands og Dómarafélag Íslands sem standa fyrir Lagadeginum.
Dagskráin er fjölbreytt að vanda og verða haldnar málstofur um:
I. Dómskerfið
II. Sjálfbærni og loftslagsbreytingar
III. Opinber störf
IV. Réttarvörslukerfið á tímum samfélagsbreytinga
V. Útlendingaréttur
VI. Fjármálalögfræði
Eva Margrét Ævarsdóttir sem leiðir ráðgjöf í sjálfbærni á LEX tekur þátt í pallborði í málstofu um sjálfbærni og Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi á LEX stýrir málstofu um fjármálalögfræði.

„Highly Regarded“ – IFLR1000

LEX metin sem lögmannsstofa í hæsta gæðaflokki af IFLR1000
Fyrirtækið IFLR1000 metur lögmenn og lögmannsstofur á alþjóðavísu. Nýverið gaf fyrirtækið út nýjasta matið og þar er LEX metið í hæsta gæðaflokki (Tier 1), bæði í flokknum „Fjármál og fyrirtæki“ (Financial and Corporate) og „Verkefnaþróun“ (Project development).
Recent Comments