Eva Margrét og Guð­rún Lilja nýir með­eig­endur LEX

Eva Margrét Ævarsdóttir og Guðrún Lilja Sigurðardóttir eru nýir meðeigendur LEX lögmannsstofu. Nú eru sjö konur meðal meðeigenda LEX og hafa þær aldrei verið fleiri. LEX er 60 manna lögmannsstofa, en þar af eru 19 eigendur.

„Það er mikill fengur að fá Evu og Guðrúnu í eigendahópinn. Þær eru báðar leiðandi á sínum fagsviðum en þau svið hafa einmitt verið í miklum vexti samhliða vaxandi þátttöku erlendra aðila í íslensku atvinnulífi sem og vaxandi tækifæra og krafna til fyrirtækja á sviði sjálfbærni. Það er styrkur fyrir stofu eins og Lex, sem býr yfir mikilli breidd á sviði lögfræðinnar, að sú breidd endurspeglist einnig í eigendahópnum,“ segir Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri LEX.

Eva Margrét Ævarsdóttir er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hún sérhæfir sig í verkefnum sem tengjast sjálfbærni eða UFS sem vísar til umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (e. environmental, social, governance (ESG)) og leiðir ráðgjöf LEX á því sviði.

Eva Margrét hefur veitt ráðgjöf við grænar og sjálfbærar lánveitingar og margvíslega sjálfbærnifjármögnun, þar á meðal grænna skuldabréfa. Hún hefur einnig unnið að mótun og gerð sjálfbærniskýrslna og ráðgjöf almennt vegna ófjárhagslegrar upplýsingagjafar og upplýsingagjöf aðila á fjármálamarkaði. Þá hefur Eva Margrét veitt ráðgjöf við stefnumótun í sjálfbærni og samþættingu sjálfbærnisjónarmiða við stefnu og markmið fyrirtækja í tengslum við innleiðingu á reglum Evrópusambandsins í sjálfbærni og loftslagsmálum.

Eva Margrét er með L.LM gráðu í Evrópurétti frá KU Leuven í Belgíu, lagapróf frá Háskóla Íslands og hefur lokið stjórnendanámi frá IESE Business School í Barcelona. Hún starfaði áður hjá LEX á árunum 2006-2013 en sneri aftur til starfa á stofunni árið 2021.

Guðrún Lilja Sigurðardóttir er lögmaður með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Hún leggur megináherslu á samkeppnisrétt, félaga– og skattarétt og samningarétt. Hún hefur einna helst sinnt ráðgjöf til stórra og smárra fyrirtækja og hefur veitt bæði innlendum og erlendum fyrirtækjum víðtæka ráðgjöf í tengslum við rekstur þeirra hér á landi. Þá hefur Guðrún Lilja veitt ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar í tengslum við stór viðskipti og fjárfestingar hér á landi og annast gerð samrunatilkynninga og samskipti við samkeppnisyfirvöld í nokkrum af stærri samrunamálum landsins undanfarin ár. Auk þess sinnir hún málflutningi fyrir héraðsdómstólum og hefur þar m.a. flutt stefnumarkandi mál á sviðum skatta- og félagaréttar.

Guðrún Lilja er með ML-próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hóf fyrst störf hjá LEX árið 2012.

 

Veistu hvaðan það kemur?

Veistu hvaðan það kemur? – er spurning sem fyrirtæki eru farin að þurfa að svara í auknum mæli frá hagaðilum um vöruna sína. Eva Margrét Ævarsdóttir og Hjalti Geir Erlendsson, lögmenn á LEX fóru yfir þróun í lagasetningu sem nú á sér stað, í grein í Viðskiptablaðinu sem birtist nýverið. Þessi þróun hófst, eins og margt annað í sjálfbærni á viðmiðunar – og leiðbeiningarreglum á vegum Sameinuðu þjóðanna og OECD. Mat löggjafans í fleiri og fleiri löndum er hins vegar að slíkt dugi ekki til og þörf sé á samþykkt laga til að vernda mannréttindi í aðfangakeðju og virðiskeðju fyrirtækja. Evrópusambandið vinnur nú að samþykkt tilskipunar um þetta efni sem reikna má með að verði innleidd hér á landi innan nokkurra missera

Fyrirtaks umsögn um LEX hjá WTR

Þær Erla S. Árnadóttir eigandi á LEX og María Kristjánsdóttir, lögmaður á LEX og eigandi og framkvæmdarstjóri GH Sigurgeirsson IP – dótturfyrirtækis LEX, eru lofaðar fyrir störf sín á sviði vörumerkjaréttar í 2023 útgáfunni af World Trademark Review (WTR 1000). LEX er þar í gullflokki, meðal annars vegna einstaklega víðtækrar sérfræðiþekkingar á hugverka- og upplýsingatæknirétti og gríðarlegrar reynslu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Umsögn WTR er eftirfarandi:

„LEX is an invaluable partner to its patrons thanks to its exceptionally broad IP and IT expertise and deep experience. Its wide-angle view of the world of intellectual innovation gives it an advantage when it comes to setting strategy, resolving complex problems and representing service users in negotiations and litigation. Notable recent developments for the group include the February 2022 promotion of María Kristjánsdóttir to partner of LEX’s IP subsidiary GH Sigurgeirsson, an Icelandic boutique with a rich history, which was acquired by LEX in September 2018. Registering trademarks, managing portfolios and handling IP-driven transactions are all things at which Kristjánsdóttir excels. She makes a superb squad with veteran leader Erla Árnadóttir, who has been at the cutting-edge of IP development for more than 35 years. Together they take care of the portfolio of Reykjavik Energy, whose trademark registration, watch, opposition, litigation and transactional needs they meet with perfect exactitude. They fulfil a similarly broad role for many others including Ísey Export, a wholly owned subsidiary of MS Iceland Dairies, Iceland’s largest dairy manufacturer; Coca-Cola European Partners Ísland, the Coca-Cola bottler in Iceland; Iceland Oil; Mjólkursamsalan, the country’s largest dairy producer; among many others.“

LEX ráðgjafi SKEL fjárfestingafélags og Skeljungs

LEX lögmannsstofa var ráðgjafi SKEL fjárfestingafélags og Skeljungs við kaup á Kletti  – sölu og þjónustu ehf. og Klettagörðum 8-10 ehf.

Skeljungur, dótturfélag SKEL fjárfestingafélags, gekk formlega frá kaupunum á Kletti – sölu og þjónustu ehf. í dag og tók Kristján Már Atlason við sem forstjóri félagsins. Samhliða tók SKEL fjárfestingafélag yfir Klettagarða 8-10 ehf., félaginu sem á og rekur húsnæðið sem hýsir hluta af starfsemi Kletts.

Skeljungur og Klettur undirrituðu kaupsamning í október síðastliðnum með fyrirvörum um samþykki helstu birgja félagsins ásamt samþykki Samkeppniseftirlitsins. Um miðjan janúar lágu fyrir samþykki allra aðila og féll kaupandi þar með frá öllum fyrirvörum.

Sjá nánar

LEX á UTmessunni 2023

UTmessan 2023 verður haldin í Hörpu 3 -4. febrúar.

UTmessan samanstendur samanstendur af ráðstefnu annars vegar og sýningarsvæði hins vegar. Á sýningarsvæðinu á 1. hæð mun LEX vera með bás þar sem okkar fremstu lögfræðingar í hugverka– og tæknirétti munu taka vel á móti gestum.

Á föstudeginum kl. 11 mun Benedikta Haraldsdóttir, lögmaður og fulltrúi á LEX flytja erindi undir yfirskriftinni:

„Getur ólögmæt meðferð tæknifyrirtækja á persónuupplýsingum verið samkeppnisbrot?“
Persónuupplýsingar eru auðlind fyrir fjölda tæknifyrirtækja sem stóla á þær til markaðssetningar, greiningar og fleira. Þróun í Evrópu, og þá sérstaklega í máli Meta gegn þýskum samkeppnisyfirvöldum, bendir til þess að samkeppnisyfirvöldum verði mögulega heimilt að líta til sjónarmiða um persónuvernd við mat sitt á því hvort háttsemi fyrirtækja brjóti í bága við samkeppnislög.

Erindið fjallar um framangreind álitaefni með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem fram koma í máli Meta gegn þýskum samkeppnisyfirvöldum sem hefur verið til meðferðar hjá Evrópudómstólnum.

 

Nýtt vín á gömlum belgjum?

Lára Herborg ÓlafsdóttirLára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi á LEX birti nýlega grein í ViðskiptaMogganum þar sem hún fjallar um nýlega birt drög framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að ákvörðun um fullnægjandi vernd (e. adequacy decision) svokallaðs rammasamnings um persónuvernd (EU-US Data Privacy Framework).

Talsverð óvissa hefur ríkt í kjölfar dóms Evrópudómstólsins frá 16. júlí 2020 í máli C-311/18 (Schrems II) sem varðaði lögmæti miðlunar Facebook á persónuupplýsingum frá netþjónum á Írlandi og til Bandaríkjanna , en með honum varð óheimilt að miðla persónuupplýsingum til þeirra fjölmörgu fyrirtækja er lúta bandarískri lögsögu og studdust við ákvæði svokallaðs friðhelgisskjaldar (EU-US Privacy shield).

Garðar Víðir Gunnarsson tekur sæti í stjórn Gerðardóms Viðskiptaráðs

Garðar Víðir Gunnarsson lögmaður og eigandi á LEX hefur tekið sæti í stjórn Gerðardóms Viðskiptaráðs ásamt Haraldi I. Birgissyni. Eiríkur Elís Þorláksson er nýr formaður dómsins. Auk þeirra sitja í stjórn Halla Björgvinsdóttir og Marta Guðrún Blöndal.

Sjá nánar á vefsíðu Viðskiptaráðs 

Hugverkaréttindi í sýndarheimum

María Kristjánsdóttir, lögmaður á LEX og framkvæmdastjóri GH Sigurgeirsson IP birti nýlega grein í vefútgáfu Tölvumála – tímariti Skýrslutæknifélags Ísland þar sem hún fer yfir helstu álitaefni í tengslum við hugverkaréttindi og metaverse. Hugverkaréttindi eru oftar en ekki á meðal verðmætustu eigna fyrirtækja og mikilvægt að grípa til ráðstafana til að tryggja vernd þeirra og koma í veg fyrir brot þriðju aðila á þessum vettvangi, ekki síður en í raunheimum.

LEX er framúrskarandi fyrirtæki 2022!

Við á LEX erum stolt af því að hafa verið á meðal þeirra 2% íslensku fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar CreditInfo á Framúrskarandi fyrirtækjum árið 2022

LEX er til fyrirmyndar 2022!

LEX lögmannsstofa er á meðal 2,3% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði Viðskiptablaðsins og Keldunnar og er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2022.