IFLR1000 er fyrirtæki sem metur lögmenn og lögmannsstofur á sviði félags- og fjármangsréttar á alþjóðavísu. Í nýjasta mati þeirra er LEX áfram metið í hæsta gæðaflokk (Tier 1) í flokkunum „Fjármál og fyrirtæki“ (Financial and Corporate) og „ Verkefnaþróun“ (Project Development). Ólafur Haraldsson, Guðmundur Ingvi Sigurðsson og Stefán Orri Ólafsson, eigendur og lögmenn á LEX eru sömuleiðis áfram metnir sem „Highly regarded“. Þá er sérstaklega ánægjulegt að í hóp metinna lögmanna bætast Fanney Frímannsdóttir, eigandi sem er metin sem Rising star partner og Árni Sigurðsson og Kristinn Ingi Jónsson, fulltrúar metnir sem „Rising Star“. Við óskum starfsfólki okkar til hamingju með glæsilegan árangur og erum þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt og góða samvinnu við viðskiptavini.

Recent Comments