Endurupptaka einka- og sakamála

Á síðustu misserum hafa tvær ritrýndar greinar eftir Teit Gissurarson lögmann á LEX komið út í Úlfljóti, tímariti laganema, um endurupptöku dæmdra mála. Fyrri greinin, sem kom út í vetur, fjallar um endurupptöku sakamála en sú síðari, sem út kom nú fyrir helgi, fjallar um endurupptöku einkamála. Endurupptökudómur fer með úrskurðarvald í báðum málaflokkum en eðli málaflokkanna er hins vegar um margt ólíkt. Lítið hefur verið fjallað um þessi mál á fræðilegum vettvangi áður en í greinunum er lögð áhersla á að skýra gildan rétt með rannsókn lögskýringargagna, dóma og úrskurða. Þá er hliðsjón höfð af hliðstæðum norrænum réttarheimildum og eldri framkvæmd, einkum endurupptökunefndar og sérstaklega teknar til skoðunar þær breytingar sem urðu á skilyrðum fyrir endurupptöku saka- og einkamála með setningu laga nr. 47/2020.

LEX hlýtur jafnlaunavottun

JafnlaunavottunLEX lögmannsstofa hefur hlotið formlega jafnlaunavottun, en vottunin staðfestir að LEX starfrækir jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur sem settar eru fram í staðlinum ÍST 85:2012 og nær til allra starfsmanna LEX.

Í jafnlaunastefnu LEX segir m.a. „LEX greiðir laun eftir umfangi og eðli starfa og taka mið af þeim kröfum sem störf gera óháð kyni. Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við kjarasamninga, studdar rökum og tryggi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.“

Fjármál sveitarfélaga

Birgir Már Björnsson, lögmaður og eigandi á LEX birti nýverið grein í Viðskiptamogganum í tilefni af umræðu um bága fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Í greininni fjallar hann um regluverkið sem gildir við slíkar aðstæður og þau úrræði sem standa til boða. Sérstaklega er mælt fyrir um í sveitarstjórnarlögum að sveitarfélög verði ekki tekin til gjaldþrotaskipta og að ekki verði gerð aðför í þeim eignum sveitarfélaga sem nauðsynlegar eru til framkvæmda á lögbundnum verkefnum.

Eitt evrópskt einkaleyfi og Sameiginlegi einkaleyfadómstóllinn

Erla S. Árnadóttir, lögmaður og eigandi á LEX birti í dag grein í Innherja þar sem hún fer yfir þýðingu nýrra reglna sem taka gildi 1. júní nk. um svokallað eitt evrópskt einkaleyfi (e. European Patent with Unitary Effect) og reglur um Sameiginlega einkaleyfadómstólinn (e. Unified Patent Court).

Rétt er að taka fram að hið nýja kerfi er viðbót sem styrkja mun þær reglur sem fram til þessa hafa gilt um evrópsk einkaleyfi. Fram að þessu hefur evrópskt einkaleyfi verið eins konar knippi af einkaleyfum sem gilda í hverju ríki fyrir sig. Eftir gildistöku hinna nýju reglna um eitt evrópskt einkaleyfi verður mögulegt að sækja um og fá samþykkt, að undangenginni einni umsókn, einkaleyfi sem gildir í 17 ríkjum.
Nauðsynlegt er að hver umsækjandi og hver eigandi einkaleyfis fyrir sig taki upplýsta ákvörðun um hvort hann telji hagsmunum sínum betur borgið með því að notfæra sér hið nýja kerfi eða ekki, bæði hvað varðar hið eina evrópska einkaleyfi og Sameinaða einkaleyfadómstólinn. Við slíkt mat kemur m.a. til skoðunar hvernig mögulegar kröfur um ógildingu einkaleyfisins horfa við viðkomandi.

Vegna þessa er mikilvægt að íslenskir einkaleyfishafar yfirfari, eftir atvikum með sínum ráðgjöfum, hvaða stöðu heppilegast er að veita hverju einkaleyfi fyrir sig með tilliti til þeirra hagsmuna sem við það eru bundnir.

Spjallmennið Chat GPT

Lára Herborg ÓlafsdóttirLára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi á LEX lögmannsstofu birti nýlega grein í ViðskiptaMogganum í tilefni af því að fyrirtækið Open AI hefur tilkynnt að gervigreindarlíkan á vegum félagsins, Chat GPT yrði þróað á íslensku.  Gervigreindarlíkön á borð við ChatGPT búa yfir miklum möguleikum en jafnframt eru veigamiklar laglegar áskoranir sem geta fylgt notkun gervigreindarlíkana og því mikilvægt að varlega sé farið af stað í notkun þeirra.

 

Upplýsingaskylda útgefanda skráðra skuldabréfa

Stefán Orri Ólafsson, lögmaður og eigandi á LEX birti nýlega grein í Innherja þar sem hann fjallar um það vandasama mat sem útgefendur fjármálagerninga standa oft frammi fyrir varðandi hvaða upplýsingar skylt er að birta opinberlega. Um útgefendur skráðra skuldabréfa gilda nokkuð ítarlegar reglur, meðal annars að því er lýtur að skyldu þeirra til að birta fjárhagsupplýsingar og aðrar innherjaupplýsingar sem snerta þá.

LEX í hæsta gæðaflokki hjá Legal 500

Matsfyrirtækið Legal 500 hefur birt niðurstöður sínar fyrir fyrir árið 2023

Árlega greinir Legal 500 lögmannsstofur um allan heim á ítarlegan hátt til að geta varpað sem skýrastri sýn á alþjóðlegan lögfræðimarkað. Legal 500 hefur nú birt niðurstöður síðar fyrir árið 2023.

LEX er hátt metið í öllum flokkum, þar af í hæsta flokki (Tier 1) í 8 af 10 flokkum. Við eru einnig einkar stolt af fólkinu okkar sem hefur hlotið viðurkenningu fyrir frammistöðu sína, þeir reynslumestu  í „Hall of fame“ eða „leading individual“ og aðrir á uppleið sem „next generation partner“ eða „rising star“.

Þeir flokkar sem Legal 500 metur eru eftirfarandi:

Við þökkum góðan árangur samvinnu innan teyma og milli teyma á LEX, svo og farsælu sambandi við okkar góðu viðskiptavini.

Til sölu: Torg Prentsmiðja

Prentsmiðja þrotabús Torgs ehf. er til sölu ásamt rekstrarvörum.

Um er að ræða blaðaprentvél sem sá m.a. um prentun á Fréttablaðinu og fleiri miðlum auk pappírs og rekstrarvara.

Prentsmiðjan er staðsett að Suðurhrauni 1, Garðabæ.

Óskað er eftir að áhugasamir aðilar sendi erindi á netfangið torg@lex.is.

Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfu