Chambers Europe gaf í dag út mat sitt á lögmannstofum í Evrópu. LEX er metið í „Band 1“, sem er hæsta mögulega einkunn sem Chambers gefur út. Er LEX því áfram metið í hæsta gæðaflokki íslenskra lögmannstofa hjá öllum helstu matsfyrirtækjum.
Í mati Chambers Europe kemur m.a. fram að LEX lögmannstofa sé þekkt fyrir að veita þjónustu á öllum sviðum lögfræðinnar með framúrskarandi sérfræðinga að öllu leyti á sviði fyrirtækja- og viðskiptalögfræði. Sem dæmi um nýleg verkefni er minnst á yfirtökur fyrirtækja, endurfjármagnanir og ráðgjöf varðandi stjórnarhætti og samkeppnisrétt.
Teymisstjóranum Ólafi Haraldssyni er hrósað fyrir samningatækni. Einn viðskiptavinur segir: „Ég var mjög sáttur við hans aðferð við samningaviðræðurnar. Hann er rólegur og hann undirbýr sína afstöðu mjög vel – röksemdafærsla hans vann í raun vinnuna fyrir hann.“
Garðari Gíslasyni er hrósað fyrir skattaþekkingu og þekkingu á viðskiptalífinu. „Hann hefur djúpa þekkingu á skattamálum. Hann er snöggur til verka og hefur yfirgripsmikla þekkingu á þeim geira sem að við störfum í og þeim áskorunum sem að við mætum “ segir annar viðskiptavinur.
Þeir sem talað er við lýsa Aðalsteini Jónassyni sem „mesta sérfræðingi á sviði banka og fjármagnsréttar – minn fyrsti kostur. Þegar að þú mætir með hann þér við hlið þá veistu að hinir munu hlusta.“
Recent Comments