Morgunverðarfundur LEX um útboðsmál og opinber innkaup

Morgunverðarfundur LEX um útboðsmál og opinber innkaup fór fram í dag.  Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

Útboðsskylda  Ásgerður Ragnarsdóttir hdl. fjallaði um meginreglur og sérstök álitaefni.

Hæfi bjóðenda í opinberum innkaupum  Arnar Þór Stefánsson hrl. gerði grein fyrir tilskipun 2014/24/ESB og þeim breytingum sem af henni leiða.

Reglur um val á tilboðum  Ásgerður Ragnarsdóttir hdl.vék að heimild til leiðréttingar á tilboðum og reynslu sem valforsendu með hliðsjón af nýlegri dómaframkvæmd.

Réttur bjóðenda til skaðabóta  Arnar Þór Stefánsson hrl. fjallaði um rétt til skaðabóta vegna opinberra innkaupa í ljósi nýlegrar íslenskrar dómaframkvæmdar.

Fundinn sóttu fulltrúar helstu sveitarfélaga á suðvesturhorninu, auk fulltrúa ýmissa opinberra aðila og fleiri góðra gesta.

Chambers Global setur LEX í „Band 1“ á meðal lögmannsstofa

Chambers Global hefur gefið út árlegt mat sitt á lögmannsstofum í heiminum.  Á Íslandi er LEX lögmannsstofa metin sem „Band 1“ lögmannstofa sem er hæsta einkunn sem lögmannstofum hlotnast og festir þar með LEX í sessi sem eina af leiðandi lögmannsstofum á Íslandi.

Í mati Chambers Global er mælt með fjölmörgum lögmönnum LEX, þar á meðal Ólafi Haraldssyni, Garðari Gíslasyni og Aðalsteini Jónassyni.

Teymisstjóranum Ólafi Haraldssyni er hrósað fyrir samningatækni.  Einn viðskiptavinur segir:  „Ég var mjög sáttur við hans aðferð við samningaviðræðurnar.  Hann er rólegur og hann undirbýr sína afstöðu mjög vel – röksemdafærsla hans vann í raun vinnuna fyrir hann.“

Garðari Gíslasyni er hrósað fyrir skattaþekkingu og þekkingu á viðskiptalífinu.  „Hann hefur djúpa þekkingu á skattamálum.  Hann er snöggur til verka og hefur yfirgripsmikla þekkingu á þeim geira sem að við störfum í og þeim áskorunum sem að við mætum “ segir annar viðskiptavinur.

Þeir sem talað er við lýsa Aðalsteini Jónassyni sem „mesta sérfræðingi á sviði banka og fjármagnsréttar – minn fyrsti kostur.  Þegar að þú mætir með hann þér við hlið þá veistu að hinir munu hlusta.“

LEX hlýtur Gull einkunn hjá World Trademark Review

LEX lögmannstofa hlaut gull einkunn í fimmtu útgáfu World Trademark Review 1000 (WTR). Í umsögninni kemur eftirfarandi fram:

„LEX er sannarlega ein af bestu lögmannstofum á Íslandi. Stofan lítur með ábyrgum hætti eftir þörfum viðskiptavina og veitir persónulega þjónustu sem miðar að því að fyrirbyggja vandamál“  „Ég gef LEX mín bestu  meðmæli;  Orðspor þeirra er framúrskarandi, stutt er af veglegri afrekaskrá og þau ná raunverulegum árangri fyrir viðskiptavini sína.  Mesti styrkur þeirra liggur í breidd hópsins og djúpri þekkingu“, segir annar ánægður viðskiptavinur. Teymisstjórinn Erla Árnadóttir hrl., „veit allt um málaferli og er með mikla reynslu í Hæstarétti. Hún hefur þann sjaldgæfa hæfileika að vera opin fyrir öllum sjónarhornum máls, gefur uppbyggilega endurgjöf vegna lítt skilgreindra hugmynda án þess að takmarka umræðuna með ótímabærum skoðunum. Án nokkurs vafa hefur þessi hæfileiki hjálpað til við að leysa flóknar aðstæður á frumstigi, sem gefur viðskiptavini mikil verðmæti á skömmum tíma“. Huldu Árnadóttir hdl.,, er hrósað fyrir  „framúrskarandi árangur innan sem utan dómstóla. Hún hefur sterkan grunn, er vandvirk og gefur bæði málum og viðskiptavinum þann tíma sem þau þurfa. Hulda þykir einnig mjög snjöll í framsetningu sinni og hefur djúpa þekkingu á vörumerkjarétti.“

IFLR 1000 metur LEX sem lögmannsstofu í hæsta gæðaflokki

IFLR 1000 hefur í dag metið LEX sem lögmannstofu í hæsta gæðaflokki.  Með þessu mati hafa öll stærstu matsfyrirtækin metið LEX sem lögmannstofu í hæsta gæðaflokki.

Í mati IFLR 1000 kemur m.a. fram að viðbrögð frá viðskiptavinum séu á þá leið að LEX sé tvímælalaust á pari við það sem best er gert á Ísland og því sé LEX metið í hæsta gæðaflokki.  Einn viðskiptavinur tekur fram; „Þjónustan sem LEX veitti nýttist mjög vel.  Teymið frá LEX hafði bæði mikla þekkingu og reynslu á viðfangsefninu sem við var að eiga.“  „Ég var mjög ánægður“, segir annar viðskiptavinur.  „Á sama tíma og þjónustan var mjög fagmannleg var hún innt af hendi á mjög skömmum tíma og bar vott um mikla þekkingu.“

Karl Axelsson settur dómari við Hæstarétt Íslands

Karl Axelsson, einn eiganda að LEX hefur verið settur dómari við Hæstarétt Íslands.  Setning Karls er frá 16. október n.k. til 15. júní 2015.   Karl Axelsson hefur um árabil verið einn þekktasti og eftirsóttasti lögmaður landsins og hefur hefur hann flutt fjölda stefnumarkandi dómsmála, einkum á sviði eignar- fasteigna- og auðlindaréttar.  Þá hefur Karl kennt eignarrétt við lagadeild Háskóla Íslands, frá árinu 1992.

LEX tekur út stjórnarhætti Landsbréfa

Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands hefur ákveðið að Landsbréf hf. fái viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Kemur ákvörðunin í kjölfar ítarlegrar úttektar á stjórnarháttum Landsbréfa sem unnin var af lögmannsstofunni LEX ehf. Niðurstaða úttektar LEX er sú að stjórnarhættir Landsbréfa geti að mörgu leyti verið öðrum fyrirtækjum til fyrirmyndar.

Úttekin er unnin á vegum Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins, Nasdaq OMX Iceland hf. og Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands sem hafa tekið höndum saman um að efla eftirfylgni íslenskra fyrirtækja hvað varðar góða stjórnarhætti. Í þeim tilgangi er fyrirtækjum veitt tækifæri til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda. Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti hefur það mat með höndum. Söfnun gagna fer fram hjá ráðgjöfum eða öðrum aðilum sem Rannsóknarmiðstöðin telur hæfa til verksins. Rannsóknarmiðstöðin byggir mat sitt í meginatriðum á því hvort gögnin gefi til kynna að viðkomandi fyrirtæki fylgi leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og NASDAQ OMX Iceland hf. gefa út. Þau fyrirtæki sem standast matið á framangreindum forsendum er veitt nafnbótin Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.

LEX óskar Landsbréfum til hamingju með þessa viðurkenningu.

Brand Proactive ráðstefna LEX

Þann 18. nóvember n.k. kl. 8.30 – 10.30 efnir LEX  til málstofu í samstarfi við Zeusmark, fyrirtæki er starfar í Kaupmannahöfn, London og New York, og sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja um varnir gegn misnotkun vörumerkja og annarra auðkenna á Internetinu.  Fyrirlesari verður Jean-Jacques Dahan og fer ráðstefnan fram á Hilton Reykjavík Nordica.  Skráning fer fram á www.lex.is/skraning.  Aðgangur er ókeypis.

Á málstofunni, sem fram fer á ensku og ber heitið „BrandProactive“, verður fjallað um þann vanda sem fyrirtæki og vörumerkjaeigendur geta staðið frammi fyrir við vernd auðkenna sinna vegna nýrrar tilhögunar ICANN á úthlutun almennra rótarléna, sem og almennt um verndun auðkenna við breyttar aðstæður á Internetinu.  Jafnframt verður lýst aðferðum og viðskiptalíkönum sem brotamenn nota á Internetinu og starfsmenn fyrirtækja og stofnana eiga ekki alltaf auðvelt með að átta sig á.

Rætt verður m.a. um eftirfarandi:
–  Þær hættur sem blasa nú við eigendum vörumerkja.
–  Áhrif misnotkunar á vörumerkjum á fyrirtæki og stofnanir.
–  Afleiðingar mismunandi vörumerkjamisnotkunar á arðsemi.
–  Hvernig markaðsherferð á Internetinu getur orðið til þess að fjárhagsáætlun fer úr skorðum.

Við erum sannfærð um að málstofa þessi eigi brýnt erindi við þá starfsmenn fyrirtækja sem vinna með vörumerki þess eða önnur auðkenni og markaðssetningu þeirra á Inetnetinu.

Kristín Edwald hrl., skipuð formaður nefndar um undirbúning millidómsstig

Kristín Edwald hrl, eigandi á LEX er formaður nefndar sem Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipaði í dag og hefur það hlutverk að undirbúa millidómsstig.  Í fréttatilkynningu frá Innanríkisráðuneytinu segir:

„Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa millidómstig.  Meðal markmiða í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er að tekið verði upp millidómstig bæði í einkamálum og sakamálum og að Hæstiréttur starfi í einni deild.
Með skipun nefndarinnar er ráðherra að hrinda þessu verkefni af stað og mun nefndin útfæra  fyrirkomulag, tímamörk, kostnað og önnur atriði er snerta tilurð millidómstigs. Einnig skal í lagafrumvarpi fjallað um starfsemi og fyrirkomulag sameiginlegrar stjórnsýslu dómstóla landsins, eftirlit dómskerfisins með dómurum og starfsemi dómstóla. Stefnt er að því að leggja megi frumvarp fyrir Alþingi í mars á næsta ári.

Formaður nefndarinnar er Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og aðrir nefndarmenn eru Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við HÍ, og Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari.“

Getting the deal through

Heimir Örn Herbertsson hrl. og Hulda Árnadóttir hdl. lögmenn hjá LEX rituðu kafla í bókina Getting the Deal Through – Merger Control, sem var nýlega gefin út af Global Competition Review. Í bókinni er að finna yfirlit yfir samrunaeftirlit í 73 löndum og er þar m.a. farið yfir helstu atriði löggjafar hvers lands, t.d. um hvenær þurfi að tilkynna samruna, tímafresti sem gilda um tilkynningar, möguleg refsiviðurlög, íhlutunarheimildir stjórnvalda, heimildir til að bera mál undir dómstóla og hverjir geti átt aðild að slíkum málum.

Stjórnskipunarréttur og mannréttindi – Nýtt svið á LEX

Nýtt fagsvið hefur tekið til starfa hjá LEX sem kallast Stjórnskipunarréttur og mannréttindi. Sérfræðingar stofunnar hafa til langs tíma veitt einstaklingum og fyrirtækjum ráðgjöf um hvers konar álitaefni sem tengjast þeirri vernd sem ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu veita.
Þau verkefni sem LEX hefur tekið að sér á þessu sviði varða meðal annars vernd eignarréttinda, atvinnufrelsi, rétt manna til að standa utan félaga og réttinn til að njóta réttlátrar málsmeðferðar. Þá hafa sérfræðingar stofunnar umfangsmikla reynslu af rekstri meðyrðamála þar sem reynir á mörk  tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs. Jafnframt hafa lögmenn LEX rekið kærumál vegna brota gegn Mannréttindasáttmála Evrópu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og veitt almenna ráðgjöf um rekstur slíkra mála.