Landsréttur dæmir Orkubúi Vestfjarða í hag

Þann 21. febrúar síðastliðinn kvað Landsréttur upp dóm í máli sem Jónas A. Aðalsteinsson, lögmaður hjá LEX, flutti fyrir hönd Orkubús Vestfjarða ohf. gegn Ísafjarðarbæ.
Í málinu krafðist umbjóðandi LEX þess að viðurkennt yrði að allur réttur til virkjunar vatnsafls í Úlfsá í Dagverðardal væri eign Orkubús Vestfjarða, og að samningur milli Ísafjarðarbæjar og AB-fasteigna ehf. um rannsóknar- og virkjunarleyfi í Úlfsá yrði ógiltur.

Byggði krafa Orkubús Vestfjarða á samningi við Ísafjarðarbæ frá 1977 um yfirtöku forvera Orkubúsins á rekstri, eignum og skuldum Rafveitu Ísafjarðar. Með samningnum var afhentur allur réttur til virkjunar vatnsafls, jarðhita og fallvatns sem Ísafjarðarbær eða rafveitan ætti eða kynni að eiga í löndum kaupstaðarins, rafveitunnar eða annars staðar. Náði samningurinn jafnt til þekktra sem óþekktra réttinda.

Ísafjarðarbær krafðist sýknu og hélt því fram að framangreindur samningur hefði hvorki verið í samræmi við ákvæði laga nr. 66/1976 um Orkubú Vestfjarða, né rúmast innan ólögfestra heimilda sveitafélagsins til ráðstöfunar eigna sinna og réttinda. Ekki var fallist á þessi rök Ísafjarðarbæjar og staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms um að viðurkennt væri að allur réttur til virkjunar vatnsafls fallvatns í Úlfsá í Dagverðardal væri eign Orkubús Vestfjarða ohf.

„Hvað á barnið að heita?“

Hulda Árnadóttir birti í dag grein í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Hvað á barnið að heita“ þar sem hún fjallar um mannanöfn sem vörumerki og þær reglur sem gilda um skráningu mannanafn sem vörumerkja hér á landi

Bandarísk yfirvöld í skýjunum

Lára Herborg Ólafsdóttir birti nýlega grein í viðskiptablaði Morgunblaðsins undir yfirskriftinni „Bandarísk yfirvöld í skýjunum“ þar sem hún fjallar um mismunandi löggjöf í Bandaríkjunum og Evrópu þegar kemur að aðgangi að gögnum. Greinina má sjá hér

LEX metin sem lögmannsstofa í hæsta gæðaflokki af IFLR1000

Fyrirtækið IFLR1000 metur lögmenn og lögmannsstofur á alþjóðavísu. LEX er enn á ný fyrir árið 2020 metið í hæsta gæðaflokki (Tier 1), bæði í „Fjármál og fyrirtæki“ (Financial and corporate) og „Verkefnaþróun“ (Project development).
Þeir Ólafur Haraldsson og Guðmundur Ingvi Sigurðsson fá viðurkenninguna „Mikils metinn“ (Highly regarded), Gunnar Viðar „Eftirtektarverður lögmaður“ (Notable practisioner) og Stefán Orri Ólafsson er „Rísandi stjarna“ (Rising star). Þeir eru allir eigendur á LEX.

Framúrskarandi umsögn um LEX í World Trademark Review

Í 2020 útgáfunni af World Trademark Review (WTR) hlýtur LEX framúrskarandi umsögn þar sem reynslu og eljusemi Erlu S. Árnadóttir, Huldu Árnadóttur og Maríu Kristjánsdóttur er hampað.
Umsögn WTR er eftirfarandi:

„LEX Law Offices has stood at the forefront of the nation’s IP scene for over three decades. The one-stop shop is a force to be reckoned with and has recently expanded its already robust prosecution offering by acquiring GH Sigurgeirsson Intellectual Property, one of the largest trademark agents in the country. In Erla Árnadóttir, the team has a font of insight and analysis when it comes to large-scale litigation. The Supreme Court attorney has been flexing her enforcement muscles since 1984 and recently assisted the Handknitting Association of Iceland to retrieve its domain name and halt the illegal use of its trademark. She co-heads the practice with Hulda Árnadóttir, who garners effusive feedback. “Hulda is an indomitable defender of her clients’ interests and navigates them through pitfalls with her exceptional insight; she has a granular understanding of trademark issues in the United States too. She is professional, efficient and deserves the highest of recommendations.” Of late, she has been representing Coca-Cola European Partners and managing the portfolio of Mjólkursamsalan ehf, Iceland’s largest dairy producer, alongside senior associate Maria Kristjansdottir. “Maria is really enjoyable to work with and impresses with her consistently high level of service across the board; she is responsive, business conscious and delivers work in a quick turnaround.”“

LEX á UTmessunni

Dagana 7.-8. febrúar næstkomandi verður UT-messan haldin í Hörpu. UT-messan hefur fest sig í sessi sem ein stærsta upplýsingatækniráðstefna á Íslandi.

UTmessan samanstendur af ráðstefnu annars vegar og sýningarsvæði hins vegar. Á sýningarsvæðinu á 2. hæð mun LEX vera með bás þar sem okkar fremstu lögfræðingar í hugverka- og tæknirétti munu taka á móti gestum.

Á föstudeginum kl. 10:05, mun Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður á LEX, halda erindi í Silfurbergi A sem ber yfirskriftina Stormurinn í tölvuskýjunum. Þar fer hún yfir storminn sem geisar yfir Atlantshafinu en í Bandaríkjunum eru í gildi lög sem heimila þarlendum stjórnvöldum aðgang að gögnum í ákveðnum tilvikum og eru raunar ósamþýðanleg persónuverndarreglum í Evrópu og hafa valdið ákveðinni pattstöðu fyrir fyrirtæki.