LEX metin sem lögmannsstofa í hæsta gæðaflokki af IFLR1000

Fyrirtækið IFLR1000 metur lögmenn og lögmannsstofur á alþjóðavísu. LEX er enn á ný fyrir árið 2020 metið í hæsta gæðaflokki (Tier 1), bæði í „Fjármál og fyrirtæki“ (Financial and corporate) og „Verkefnaþróun“ (Project development).
Þeir Ólafur Haraldsson og Guðmundur Ingvi Sigurðsson fá viðurkenninguna „Mikils metinn“ (Highly regarded), Gunnar Viðar „Eftirtektarverður lögmaður“ (Notable practisioner) og Stefán Orri Ólafsson er „Rísandi stjarna“ (Rising star). Þeir eru allir eigendur á LEX.

Framúrskarandi umsögn um LEX í World Trademark Review

Í 2020 útgáfunni af World Trademark Review (WTR) hlýtur LEX framúrskarandi umsögn þar sem reynslu og eljusemi Erlu S. Árnadóttir, Huldu Árnadóttur og Maríu Kristjánsdóttur er hampað.
Umsögn WTR er eftirfarandi:

„LEX Law Offices has stood at the forefront of the nation’s IP scene for over three decades. The one-stop shop is a force to be reckoned with and has recently expanded its already robust prosecution offering by acquiring GH Sigurgeirsson Intellectual Property, one of the largest trademark agents in the country. In Erla Árnadóttir, the team has a font of insight and analysis when it comes to large-scale litigation. The Supreme Court attorney has been flexing her enforcement muscles since 1984 and recently assisted the Handknitting Association of Iceland to retrieve its domain name and halt the illegal use of its trademark. She co-heads the practice with Hulda Árnadóttir, who garners effusive feedback. “Hulda is an indomitable defender of her clients’ interests and navigates them through pitfalls with her exceptional insight; she has a granular understanding of trademark issues in the United States too. She is professional, efficient and deserves the highest of recommendations.” Of late, she has been representing Coca-Cola European Partners and managing the portfolio of Mjólkursamsalan ehf, Iceland’s largest dairy producer, alongside senior associate Maria Kristjansdottir. “Maria is really enjoyable to work with and impresses with her consistently high level of service across the board; she is responsive, business conscious and delivers work in a quick turnaround.”“

LEX á UTmessunni

Dagana 7.-8. febrúar næstkomandi verður UT-messan haldin í Hörpu. UT-messan hefur fest sig í sessi sem ein stærsta upplýsingatækniráðstefna á Íslandi.

UTmessan samanstendur af ráðstefnu annars vegar og sýningarsvæði hins vegar. Á sýningarsvæðinu á 2. hæð mun LEX vera með bás þar sem okkar fremstu lögfræðingar í hugverka- og tæknirétti munu taka á móti gestum.

Á föstudeginum kl. 10:05, mun Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður á LEX, halda erindi í Silfurbergi A sem ber yfirskriftina Stormurinn í tölvuskýjunum. Þar fer hún yfir storminn sem geisar yfir Atlantshafinu en í Bandaríkjunum eru í gildi lög sem heimila þarlendum stjórnvöldum aðgang að gögnum í ákveðnum tilvikum og eru raunar ósamþýðanleg persónuverndarreglum í Evrópu og hafa valdið ákveðinni pattstöðu fyrir fyrirtæki.

Vandræði í höllinni

María Kristjánsdóttir fulltrúi skrifaði grein í Fréttablaðið þar hún fór yfir spurningar sem vaknað hafa í tengslum við vörumerkið Sussex Royal eftir að hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, tilkynntu að þau hygðust draga sig í hlé frá hefðbundum störfum konungsfjölskyldunnar.

Héraðsdómur staðfestir úrskurð Óbyggðanefndar

Í máli sem íslenska ríkið höfðaði gegn umbjóðendum LEX, hefur Héraðsdómur Vesturlands staðfest úrskurð Óbyggðanefndar umbjóðendum LEX í hag.

Í málinu krafðist íslenska ríkið þess að felldur yrði úr gildi úrskurður óbyggðanefndar í málinu 4/2014; Arnarvatnsheiði, Geitland og Langjökull, að því leyti sem hann varðar Arnarvatnsheiði og sameignarland Kalmanstungu I og II. Þá krafðist íslenska ríkið að viðurkennt yrði að landsvæði innan tiltekinna merkja væri þjóðlenda.

Umbjóðendur LEX mótmæltu kröfum íslenska ríkisins og féllst rétturinn á kröfur þeirra með þeim rökum að umrætt landsvæði hafi verið numið að verulegu leiti við landnám. Ekkert annað hafi komið fram í málinu en að litið hafi verið svo á í gegnum aldirnar, bæði af eigendum nágrannaeigna og handhöfum opinbers valds, að umrætt svæði væri allt hluti af jörðinni Kalmanstungu. Þá hafi var einnig litið til þess að landamerkjabréf hafi verið gerð með samþykki eigenda og umráðamanna aðliggjandi jarða og þeim þinglýst, yrði þannig að telja að í þeim fælist rík sönnun fyrir því að umrætt svæði sé eignarland.

Umrætt landsvæði sem deilt var um er gríðarlega umfangsmikið eða u.þ.b.1.500 km2 og voru því hagsmunir umbjóðenda LEX miklir.